Morgunn - 01.06.1921, Blaðsíða 25
MORGUNN
19
»Síðan eg kom hingað fyrst«, svaraði hann, »eru nú
liðin eitthvað 60 ár eftir jarðnesku tímatali, og eg hefi
farið heim 9 sinnum. Ýmsir þeirra, 8em eg þekti á jörð-
unni, komu hingað framan af; en enginn nýlega; nú eru
þeir allir mér ókunnir. En eg reyni enn að hjálpa þeim,
hverjum út af fyrir sig«.
Mér þótti þetta stórmerkiiegt, og eg fyrirvarð mig.
Hingað kom flokkur minn á ferðalagi, og okkur fanst það
eitthvert þrekvirki. En maðurinn, sem stóð frammi fyrir
mér, kom mér til að fara að hugsa um annan, sem af-
klæddist dýrð sinni og gerðist fátækur, til þess að aðrir
auðguðust af fátækt hans.
Eg held, að eg hafi ekki gert mér grein þess að fullu
fyr en þá, hvað það er í raun og veru að leggja lífið í
sölurnar fyrir vini sína — og það aðra eins vini! — og
að dveljast með þeim i þes9um skuggum dauðans.
Hann skildi eitthvað af því, sem fór um huga minn,
tók blygðun mina á sjálfan sig og sagði með alvarlegum
ihugunarsvip: »Svo mikið gerði hann fyrir mig — svo
mikið var það og svo dýru verði var það keypt«.
Og eg sagði við hann og tók í höndina á honum:
»Bróðir minn, þú hefir lesið okkur kafla úr sjálfri kær-
leiksbók drottins. Við skiljum ef til vill ekki Erist guðs,
getum að eins dýrkað hann með tilbeiðslu. En þar sem
þessu er svo farið, þá er það ekki gagnslaust að kynnast
manni, sem veit, hvernig hann á að komast svo hátt að
verða Kristur, þótt i minna mæli sé. Slikan mann skilst
mér, sem eg hafi fundið þar sem þú ert«.
En hann gerði ekki annað en lúta höfði og sagði
lágt, eins og við sjálfan sig: »Ef eg ætti skilið — ef eg
að eins ætti slíkt nafn skilið«.
Þeim skeytum, sem lýsa öðrum heimi virðist bera
saman um það, að næst fyrir ofan þetta eiginlega van-
sælusvið, sem venjulegast er nefnt helviti, sé hið svo
nefnda astralavið, og að allur þorri framliðinna manna
2*