Morgunn - 01.06.1921, Blaðsíða 67
M 0 R G U N N
61
Skýr$lci
um einkcifund með Mr. flilfr. V. Peters
þ. 25. ágúst 1920.
Svo sem kunnugt er, dvaldi enski miðillinn Mr. A.
V. Peters nokkurn tíma liér í Reykjavík síðastliðið sumar.
Hann kom hingað að tilhlutun S. R. F. í., og hélt það
nokkuð marga aukafundi, meðan að hann var hér, til
þess að gefa mönnum kost á að njóta skygni hans og ná
með þeim hætti sambandi við annan heim, ef unt væri.
Á þessunr fundum var húsfyllir, og fengu þessvegna til-
tölulega fáir skygnilýsingar af framliðnu fólki, sem þeir
þektu, en hinum, sem þektu ekki til, var ekki unt að dæma
um sannanagildi lýsinganna.
S. R. F. I. gat líka veitt nokkrum félagsmönnum kost
á að vera á einkafundum með Mr. Peters, og vorum við,
sem þetta ritum, svo hepnir að ná í einn þess háttar fund.
Það, sem gerðist á þessum fundi okkar við Mr. Peters,
er sennilega nokkurn veginn gott sýnishorn af skygni-
lýsingum hans, og með því að okkur þykir ekki óliklegt,
að mörgum þeim, sem gátu ekki náð til miðilsins sjálflr,
leiki hugur á að heyra eitthvað nánara um lýsingar hans,
koma línur þessar í »Mouqni«.
Aðferð Mr. Peters er þannig, að hann lætur menn fá
sér einhverja hluti, er framliðnir kunningjar þeirra hafa
átt, og lýsir síðan þvi, sem honum finst að hann sjái í
sambandi við hlutina eða fyrir áhrif þeirra. Á fund
þann, er nú verður greint frá, höfðum við þess vegna
með okkur nokkra hluti úr eigu framliðinna manna, sem
við þektum.
Fundurinn var haldinn í bústað Mr. Peters, húsinu
»Valhöll« við Suðurgötu hór í bænum. Hófst hann kl. 10
f. h. þ. 25. ágúst og stóð yfir í rúma klukkustund. Við-
stödd vóru auk miðilsins frk. Bergþóra Árnadóttir, frú