Morgunn - 01.06.1921, Blaðsíða 118
112
M 0 R GKJ N N
Lambeth-þingið.
Svo er venjulega nefnt þing það, er Mð var í sum-
•ar í Lundúnum, af rúmlega i!50 enskuraælandi biskupum
úr öllum heimsálfum. Þess var getið í 1. hefti Mokgdnb
(bls. 77), að þing þetta væri í vændum, og að fynr það
yrði lagt álit nefndar, sem erkibiskupinn í Kantaraborg
ætlaði að skipa, til þess að rannsaka spíritismann.
Þing þetta hófst 14. júlí i sumar. Fyrsta málið á
dagskrá þess var afstaðan til spíritismans. I nefndina
höfðu verið skipaðir 37 biskupar. Hér fer á eftir ágrip
af nefndarálitinu:
Nefndin kveðst hafa komist að raun um það, að eink-
um undir þunga skelflnganna og angistarinnar, sem ófriðn-
um hefir verið samfara, og sérstaklega á stöðum, þar sem
mikill mannfjöldi er saman kominn, heflr spíritisminn náð
taki jafnvel á mönnum, sem sótt hafa kirkju að staðaldri,
og dregið þá frá kirkjunni. Hún tekur það frarn, að sú
trú hafi orðið innilegri við ófriðinn, að nálægð annars
heims sé veruleikur. Syrgjandi mannshjörtun eru að
gera alvarlegar tilraunir til að brúa bilið milli heimanna,
þó að þær tilraunir séu ekki ávalt sem hyggilegastar.
Sú skylda hvílir á kennimönnum kirkjunnar að boða með
þeim hætti kenninguna um samfélag heilagra, að hún
verði að fuilnægjandi afli í lífl syrgjandi manna.
TJm sálarrannsóknirnir faract nefndinni svoorð:
»Það getur verið, að vér kunnum að vera á þrösk-
uldi nýrra vísinda, sem með öðrum hætti etaðfesti vissu
vora um heim bak við og hinumeginn við heiminn, er
vér sjáum, og vissu vora um eitthvað í sjálfum oss, sem
vér notum til þess að komast í samband við þann (ósýni-
lega) heim. Vér getum aldrei st?tlað oss þá dul að setja
takmörk þeim ráðum, er guð kann að nota til þess að fá
manninn til að gera sér grein fyrir andlegu lífi. En i guðs-