Morgunn - 01.06.1921, Blaðsíða 69
MOEÖUNN
63
var ástand hennar, áður en hún lézt. Hún átti dálítið
erfitt um andardrátt, þótt sársaukinn væri hór [o: í mag-
anum] — mikill sársauki. Hún er mjög nærri yður
[o: Yngva], og hún vill, að eg segi yður, að hún sé ,með
yður. Er eg að lýsa móður yðar? [Y. svarar játandi].
Það er til ljósmynd af henni, þar sem hún snýr andlit-
inu lítið eitt til hliðar, svo að ekki sézt beint framan
á það.
»Það er ungur kvenmaður hérna með henni, sem eg.
hygg að hafi andast fremur nýlega. Hún er ekki mjög
há, andlitið fremur kringluleitt; augun björt; hárið er
ljóst (biond), nefið heldur lítið, varirnar í þynnra lagi.
Hún er mjög hvatleg og starfsöm, elskuleg — hamingju-
söm. — Dauðann bar mjög brátt að, mjög snögglega, og
hún vill láta segja, að hún komi hér með móður yðar.
Og áður en hún lézt, var hún veik í brjóstinu. Hún er
hér með yður. — Það er skrítið — eg fæ 1912; það er
ekki mjög oft, að eg fæ ártöl eins og þetta. Hún segir
mér þetta, sjáið þér til, af því að hana langar til að segja
yður, að hún sé hér.-----
»— — [Mr. Peters snýr sér að Jakobi.] Hafið þér nokk-
urn tíma verið veikur í lungunum? [Nei.] Eg finn tilsárs-
auka hérna, þar sem eg held hendinni [o: á brjóstinu.] —
— Verið varkár. Utrætt um það.
»Einmitt núna, um þessar mundir (at the present day),
er eitthvað, sem stendur i sambandi við móður yðar, og
eg finn, þegar eg kemst í samband við hana, að það or
eínhverskonar árlegur minningardagur (anniversary), af-
mælisdagur eða eitthvað þvíuralíkt«.
Athugasemdir.
Miðillinn lýsir hór tvoim persónum. Um lýsinguna &
hinni fyrri er það segja. að við getum ekki betur séð en
að ekkert sé þar beinlínis rangt, en þó virtist hún ekki
þjást mjög mikið fyrir andlátið. Vitanlega er lýsingin
ekki mjög nákvæm, svo að það verður varla sagt, að neitt
atriði i henni gæti ekki átt einnig við fleiri. Peters segir,
að konan hafl haft ljósleitt hár. Þetta er nokkurnveginn