Morgunn - 01.06.1921, Blaðsíða 12
6
MOR.GUNN
Og latneakar og grískar setningar yoru stundum ritaðar,
þó að stúlkurnar þektu engan grískan staf. Úrval úr
þessum skrifum hefir faðir þeirra gefið út í tveim bókum,
sem heita: »1 Heard a Voice® og »So Saith the Spirit*.
I þessum skeytum er því haldið fram, að framliðnir
menn mæti beinlínis fyrir dómstóli, venjulega fáum vik-
um eftir brottförina. af þessum heimi. Vinir hins fram-
liðna manns fari með hann upp á eitthvert hátt svið, og
þar sé hann yfirheyrður af engli. Þar sé hlustað þolin-
móðlega á allar skýringar eða afsakanir fyrir þeim synd-
um, er rnaðurinn hefir drýgt. Þessi rannsóknardómari
kveði ekki upp neinn dóm það skiftið, þvi að málið fari
til æðri staða, og að lokum til guðs sjálfs. En rannsókn-
ardómarinn gefi bendingar um, hvort hreinsunar-refsingin
muni verða ströng eða væg eða ef til vill engin. Eftir
svo sem viku þar frá sé dómurinn kveðinn upp og skýrð-
ur svo ljúflega og þolinmóðlega fyrir syndaranum, að hon-
um verði það full-ijóst, að refsingin sé afdráttarlaust rétt-
lát og i raun og veru miskunnsöm.
Eins og þið getið nærri, hefi eg ekki lesið allar bæk-
ur, sem tjá sig færa frásagnir úr öðrum heimi Eg hefi
auðvitað lesið fæstar þeirra. En mér er óhætt að full-
yrða, að þessi frásögn um dómstólinn ríður bág við alt
annað, sem eg hefi lesið um það efni. Aðrar frásagnir
verður að skilja svo, sem hver framliðinn maður fari án
nokkurs dóms til síns samastaðar. Hann fer þangað, eftir
Öllum þorra frásagnanna, blátt áfram samkvæmt náttúru-
lögmáli, sem ríkir í öðrum heirni. Hann lendir á svo háu
sviði, eem hann getur hafst við á, eftir sínum andlega
þroska. Hann gæti ekki skynjað á æðri sviðum en hann
íendir á. Andlegur líkami mannains verður fyrir þeím
áhrifum af athöfnum hans og liugsununr í þessu lífi, að
með þeim er ákveðin aðstaða hans, þegar inn i annað líf
kemur. Eg geri ráð fyrir, að mörg ykkar hafi heyrtget-
ið um það ljóskenda útstreymi, sem fullyrt er að sé kring-
um alla menn og sumir skygnir menn sjá, og nefnt er