Morgunn - 01.06.1921, Blaðsíða 73
M 0 R G U N N
67
sept. 1920). Við vissum ekkert um þetta »slya«, og hugð-
um það vitleysu eina. En nokkru eftir fundinn, þó sama
dag, hitti eg Jón Thoroddsen, bróður Skúla, og hann segir,
að þetta sé rétt — hann hafl meitt sig litilsh&ttar i fæti
og rifið buxnaskálmina sína, er hann var eittsinn á hjól-
reið milli Reykjavíkur og Álftaness. Seinna hitti eg frú
Theódóru Thoroddsen og spurði hana um þetta; mundi
hún reyndar, að Skúli hafði fengið fótarmein í æsku, en
það var áður en hann lærði að ríða hjólhesti og gat ekki
átt við orð Peters. I því kom Jón inn, og færði eg þá í
tal, hvort hann myndi eftir þessu. Játti hann þvi, og er
hann skýrði nánara frá atvikinu, kanuaðist móðir hans
við það
Hér er áreiðanlega um yfirvenjulega skynjun að ræða
og mjög ósennilegt, að hér sé um að tefla hugskeyti frá
okkur eða lestur í hug okkar af hálfu Peters, þar eð ekk-
ert okkar vissi um þetta atvik. Það er heldur ekki svo
alvanalegt, að ágizkun geti komið þar til greina. Yfirleitt
virðist þetta atriði færa einna sterkastar líkur fyrir ein-
hverskonar sambandi við hinn framliðna.
lll. Brotið armbavd (Mrs. Blnckey).
»Þetta vekur fyrst hjá mér löngun til gráta. Það er
einhver sem vildi ekki deyja. Það er kona, ekki mjög
stór. — Segið mér, þekkið þið nokkurn hinumegin, sem heitir
Haraldur? Það';er einhver hér, sem kallar: Háraldur.
[Enginn kannast við þetta]. Eg [sleppi þvi. — Þetta var
kona, í meðallagi há, kringluleit, með breitt enni. Hárið
er dálítið dökkleitt, ekki mjög dökt, nefið ekki-htórt, hend-
urnar dálítið breiðar. Kona, sem gat altaf verið vel til
fara. Hún var rnjög starfsöm kona. Það, sem hún byrj-
aði á, vildi hún Jlika" altaf Ijúka við. Hún vildi ekki
deyja. Lífið hafði margt að bjóða henni. Mér finst að
eitthvað, sem hún liafði þráð, væri að nálgast, þegar hún
dó. Hún var mjög kát að eðlisfari. Það er til góð mynd
af henni, þar sem hún stendur. Er þetta móðir yðar?
[Nei]. En hún er mjög nálægt yður, í mjög nánu sambandi
við yður. Eg íinn sterka ást milli ykkar. Hún þjáðist
mjög, en aðeins stutta stund. Þetta [armbandið] hefir ekki
5*