Morgunn - 01.06.1921, Blaðsíða 38
32
MORÖUNN
Vcr þú mcð oss --
(Rbide with us).
Ver þú, ó Guðsson, nú í nótt oss hjá,
þótt návist þín ei virðist dagsins þrá.
En þegar húmar, Kristur, komdu hljótt!
Oss kvíðinn gleymist pá, og — verður rótt.
Ver þú með oss, — vér þörfnumst hjálpar þín,
ið þunga stríð við heiminn aldrei dvín,
er tæla vill oss vegum þínum frá, —
ó, vertu með oss, frelsari vor, þd.
Ver þú með oss, og sæktu sérhvern heim,
er sjúkur er og dapur; líkna þeim!
Er myrkur dauðans blindar vina brá,
lát bjarta heima anda þeirra sjd!
Ver þú með oss, — ó Guðsson, gakk hér inn
og gjör þú hús vor kæran bústað þinn.
Þá verður hreysið höll með eilíf jól, —
ó, herra Jesús, talc þar konungstól!
Ver þú með oss, er lífsferð ljúka skal
og lýs þú oss um íleljar skuggadal.
Leið oss um dauða-bólginn bárugeim, —
og — bjóð oss velkomna i œðra heim!
(Stytt þýðing úr enskn).
Vald. V. Snœvarr.