Morgunn - 01.06.1921, Blaðsíða 111
HORGUNN
105
þeir fengu að heyra í þessum prédikunum. Þar er sjóU'
sögu ríkari. Maigir munu hafa heiinfært upp á byrjun
þessa fyrirtækis máltækið: »Engin ósköp standa lengi*.
Ymair áttu von á því, að fólk muudi bráðlega þreytast á
slíku uppátæki. En menn hafa ekki þreyzt. Viljinn til
að hlynna að þessu hefir ekki þorrið. Nú eru þeir ekki
fáir, sem hugsa til þess sem verulegrar ógæfu, ef þessar
prédikanir yrðu að leggjast niður.
Sýnishorn þessara prédikana er nú komið fyrir al-
menningssjónir í þessari bók, sem höf. nefnir »Árin og
eilífðin*.
Tæpast mundi geta hrapallegri misskilning en þanm
ef einhver gerði sér i hugarlund, — sem einstaka sinn-
um hefir heyrst bóla á — að síra H. N prédiki eingöngu
eða aðallega svonefnda »andatrú«. Því fer svo fjarri, að
eg tel mér með öllu óhætt að fullyrða, að Lambeth fund-
ur ensku biskupanna, sem svo mikið hefir verið talað um
hér á síðustu tímum, hefði ekkert haft við það að athuga
að nota þekkinguna, sem fengist heflr við sálariannsókn-
irnar, þann veg, sem síra H. N. notar hana.
Það er auðvitað kristindómurinn allur — eins og
hann speglar sig í sál hans — sem síra H. N. boðar. Og
eg held, að engum sé gert rangt til, þó að sagt sé, að í
íslenzkum, prentuðum prédikunum hafi trúarhugmyndirnar
aldrei verið útlistaður af jafn-mikilli vandvirkni, efasemd-
um mannanna aldrei svarað af jafu-mikilli samúð, nær-
gætni o ' skilningi, og sambandi mannanna við guð aldrei
lýst með hjartnæmari orðum né af meira háfleygi.
Til þess að fá því framgengt, sem fyrir síra H. N.
vakir, notar hann ekki eingöngu mælsku sína og andríki,
sem ósjaldan lyftir sér upp á það svið, þar sem við eruin
annars vanir að hugsa okkur skáldskapnum haslaðan völl.
Hann notar jafnframt manna mest þekkinguna. Og það,
sem gefur þeira, er á hann hlusta eða prédikanir hans lesa,
svo mikla öryggis-tilfinning, er það, hve manniuum er það
bersýnilega fjarri skapi að draga nokkurstaðar fjöður yfir
8annleikann eða fara á snið við hann, eins og svo rauna-