Morgunn - 01.06.1921, Blaðsíða 79
(fangamarkið eða stærðfræðishæflleikarnir) rýrst við það,
að Peters opnaði bókina, því að hún opnaðist að eins á
einum stað.
Það er alveg rétt, að síra Jakob haíi átt við erfið-
leika að stríða á yngri árum, t. d. meðan hann var prest-
ur að Eíp Hitt er rangt, að hann hafi mentast að nokkru
í Danmörku. Lýsingin á útliti hans er góð; hann var
vel meðalmaður, nokkuð þrekinn og ljóseygður. Að síra
Jakob hafi verið heldur stærri en dóttursonur hans, Jakob
Smári, er að þvi leyti rétt, að hann var þrekvaxnari, en
hann var ekki hærri vexti. Það, sem Peters segir um lík-
inguna með þeim, er og rétt.
Það kemur mjög yel heim sem Peters fanst skrítið,
að síra Jakob væri í þykkum fötum, því að hann gekk
að jafnaði í vaðmálsfötum, en um þetta atriði vissi ekk-
ert af okkur, sem viðstödd vorum. Það er rétt, að til er
ljósmynd af síra Jakob, og hitt er einnig rétt, sem síðar
segir, að til sé stór (stækkuð) mynd af honum. Þegar
Peters sagði, að hann hefði haft kinnaskegg (whiskers)1
um eitt skeið, héldutn við, að það væri rangt (því að á
myndinni hefir hann »kraga«), en síðar fengutn við stað-
fest, að þetta er alveg rétt; hann hafði kinnaskegg um
tíma, en rakaði hökuna.
Það, sem Peters segir um gáfur síra Jakobs og mála-
kunnáttu. er alveg rétt, en vitanlega nokkuð alment (get-
ur átt við nokkxtð marga menn).
Um hring þann, sem Peters mintist á síðast, höfum
við enga vitneskju getað fengið.
Að síra Jakob hafi átt í erjum við Dani, virðist geta
átt við að því leyti, að hann var í undirbúningsnefnd
undir þjóðfundinn 1851, ásamt Halldóri Kr. Friðrikssyni,
Pétri Péturssyni og Trampe greifa (og einum manni enn).
Þessi nefnd klofnaði vegna einhvers ágreinings og var
síðan kosin önnur nefnd, sem í voru hinir sömu menn,
en ekki Trampe né Pétur Pótursson. Síra Jakob var síðan
kosinn í Reykjavík fulltrúi til Þingvallafundarins 1851.
Hann var einnig þingmaður um nokkur ár, svo sem
kunnugt er.
Um nöfnin Elísabet og María skal þess getið, að hið
síðara getur átt við dótturdóttur síra Jakobs, sem er á
lífi hér í Reykjavík.