Morgunn - 01.06.1921, Blaðsíða 114
108
M OKGUNN
Það er hin mikla framför vorra tíma, að oss er tekið að
skiljast, að mannlegt eðli sé í instu rót sinni guðlegt, og
vér erum farnir að trúa þvi af alvöru með Páli postula,
að vér séum allir guðs ættar. . . . Guðseðlið birtist i tak-
markaðri og endanlegri mynd í manninum, en manneðlið
i ótakmarkaðri og óendanlegri mynd i Guði«. (Bls. 297).
Annars svarar hann spurningunni, sem Jesús lagði
fyrir faríaeana forðum, á þessa leíð:
»Hvað virðist yður um Krist? Hvers son er hann?
Ef eg á að svara þeirri spurning, þá tek eg þetta fyrst
fram: hann er mér hin fullkomna opinberun guðs,
hann sýnir mér, hvernig guð er; af því að eg veit, hvern-
ig Kristur er, veit eg líka, hvernig guð er. Eg hefi fagn-
andi yflr orð hans sjálfs: »Sá, sem hefir séð mig, hefir
séð föðurinnt (Bls. 299).
»Hvað virðist yður um Krist? Ef eg á að svara
þeirri spurning, þá tek eg í öðru lagi þetta fram: drott-
inn Jesús Kristur birtir mér til fulls, hvað í manneðlinu
felst, hvert mannkyninu öllu er ætlað að komast, hve dýr-
legt markmið iiggur fram undan oss öllum*. (Bls. 301).
I Jóhannesar guðspjalli, sem ritað er síðar en hin guð-
spjöllin og þar sem ræður Jesú eru letraðar með alt öðr-
um hætti en í hinum guðspjöllunum, eru honum lögð þessi
orð í munn: »Eg eg ljós heimsins, hver sem fylgir mér,
mun ekki ganga í myrkri, heldur hafa Ijós lífsins«. Betri
lýsing af reynslu mannanna af honum er eigi unt að skrá-
setja. Með því að birta oss föðureðli guðs og hvað í mann-
eðlinu býr er hann orðínn ljós heimsins«. (Bls. 303—4).
Var hefi eg orðið þess frámunalega misskilnings lijá
sumum mönnnm, sem aldrei hafa á síra H. N. hlustað,
að prédikun hans sé yfirgnæfandi neikvæð — hann sé
altaf með kuldalega gagnrýni í kirkjunnar garð og altaf
að rífa eitthvað niður. Auðvitað hefir hann margt við
kirkjuna að athuga, bæði frá liðnum öldum og nútíman-
um. Svo er uni alla menn, sem bera eitthvert skyn á
sögu kirkjunnar að fornu og nýju. En það er mikill
munur á því, hvað menn eru hreinskilnir og opinskáir.
Og það er nú sannfæring síra Ii. N., að sannleikann eigi
menn að fá að heyra um andleg mál — líka þó að kirkj-
an eigi í hlut.