Morgunn - 01.06.1921, Blaðsíða 56
50
MOEÖUNN
þvi er virðist deyr bann«. Þess var getið í Light hinn
9. júlí, að ritstj. hafi veitt viðtöku þrem innsigluðum um-
slögum frá mr. Turvey. Hinn 12. júlí vildi slysið til, og
fórst flugmaðurinn Charles Rolls af því. Mr. Turvey var
sjálfur viðstaddur flugið. Hann ritaði skömmu síðar
skýrslu um þetta i Light (20. júlí) og leyfi eg mér að þýða
hana. Hún er á þessa leið:
»Hinn 27. júní sá eg i fjarlægð (í fjólulitri sálrænni
mynd1) út á sjóinn og dálitinn hluta af strönd Englands.
Eg er ekki vel kunnugur í Southbourne, með því að eg
er sjúklingur og fer varla nokkurn tima út. Eg sá flug-
vél i loftinu. Eg sá hana steypast niður, Eg sá mann
hreyfingarlausan og meðvitundarlausan. Eg sá dauða.
Eg vissij að við mundum fá flugmenn hingað. Eg álykt-
aði af því, að slysið mundi gerast í Bournemouth. Eins
og gefur að skilja, vissi eg ekki, Jiver flugmaðurinn væri,
með þvi að myndirnar greina sjaldnast frá nöfnum á
stöðum eða mönnum, eigi fremur en ljósmyndir. Þær eru
»formyndir« (pre-photos). En af því að eg sá manninn
svo greinilega, hélt eg, að hann væri hár maður vexti,
séður í fjarlœgð. Mér datt þá ekki i hug, að hann kynni
að vera lítill maður vexti, sem sœist alveg hjá mér, en
svo var það i raun og veru. Eg fann á mér, aö maður-
inn var enskur. Þeir, sem þekkja heilsuleyai mitt, munu
játa, að það var »kraftaverk«, að eg skyldi geta farið og
horft á flugið. Var það fyrsta sinn, að eg sótti opinbera
skemtun í 8 ár. Eg fór á þriðjudaginn til flugvallarins.
Eg var rétt hjá vesalings Rolls, þegar hann fórnaði
sjálfum sér til þess að frelsa aðra. Það er ekki alment
kunnugt, áð íiugvél hans bilaði og nokkur hluti af stélinu
1611 ofan í garö, áður cn hann fór yfir afgirta svæöiö, þar
sem menn stóðu hundruðum aaman. Hann reyndi að
komast fram hjá þessu fólki og tókst það, en það kostaði
þennan göfuglynda mann líflð. I sama bili og hann
') Sbr. orð Páls postnla í 1. Kor. 13, 12: „í óljósri mynd“.