Morgunn - 01.06.1921, Blaðsíða 64
58
MORGUNN
stofu 8inni og fram í anddyrið, tíl þess að komast fyrir,
af hverju hann hefði orðið fyrir truflun Þar var þá kona
hans, þjónustustúlkan, eldakonan, barnfóstran og persnesk-
ur köttur. Hafði kvikindið elt þjónustustúlkuna heim.
Hrópuðu þær nú hver í kapp við aðra: »0, við skulum
halda honum« o. s. frv. Þarna voru þær í æsingi að tala
saman um kött. Af því kom truflunin. En nákvæmlega
á sama tíma sem hávaðinn byrjaði i anddyrinu heima hjá
mr. T. tók miðillinn að hrópa: »köttur, köttur, köttur« —
og var hann þó fjórar milur þaðan. Þegar það gerðist,
vissi hvorki mr. T. né fundarfólkið í Pokesdown neitt um
köttinn. En hin æðri vitund mr. T. kann að hafa heyrt
köllin eða þau borist með einhverjum hætti eftir tauginni,
sem lá milli »Eg« og »Mig« —: ef sú taug er til.
Að lokum segi eg frá enn undarlegri skifting vitund-
arinnar, er hann varð fyrir nokkurum sinnum. pá var
sem likami, sál og andi greindust sundur og störfuðu hvert
fyrir sig í einu; menn geta og nefnt það jarðneska líkamann,
astral-líkamann og liuglíkamann. Hann táknaði þessa þrjá
líkami með stöfunum A, B og C, og lét A merkja hinn.
jarðneska'iíkama, sem þá var með fullri meðvitund og
virtist vera hinn vanalegi maður allur. Mr. Turvey segir
svo frá:
•Hinn 15. júlí síðastliðinn komu þrír menn að heim-
sækja mig. Við voruin að ræða dulspeki, og voru þá
þrjár spurningar lagðar fyrir mig. En eg gat ekki svarað
þeim og enginn »frajðara« minna var viðataddlir. Sagð-
ist eg því ætla að jeyna að bregða mér til IndJands í öðr-
um hvorum líkamanum B eða C og biðja einhvern »bróð-
ur« minn þar að svara spurningunum. Eg bjóst við að
fara i huglíkamanum, B, eins og eg var vanastur, skilja
jarðneska likaraann, A, eftir i gæzlu C’s, en eitthvað ann-
að gerðist. Ut frá hnakka A’s þaut krietallshnöttur (C)
og leið til Indlands, féll þar að í'ótum Ilindúa-bróður min-
um, Jagði fyrir hann spurningarnar, sendi svörin sem hug-
skeyti gegnum B tii A, sem hafði þau yfir í áheyrn gesta