Morgunn - 01.06.1921, Blaðsíða 20
14
MORGrUNN
ferð. Foringi þessa flokks segir söguna í þessum skrifum
prestsins — lýair fyrst ferðinni ofan í myrkrið, því næst
viðureigninni við hina og aðra þar í neðri bústöðunum.
Um komu sína til einnar »nýlendunnar«, sem hann nefnir
svo, farast honum orð á þessa leið:
»Eftir langa, langa |mæðu komum við að lokum auga
á nýlenduna, sem við vorum að leita að. Þetta var ekki
borg, heldur húsaþyrping, sum húsin stór og sum litil.
Þau voru á við og dreif og ekki í neinni reglu. Stræti
voru engin. Margar íbúðirnar voru ekki annað en moldar-
kofar, eða fáeinar hellur reistar upp til skýlis.
Eldar voru á húsalausum svæðum, til þess að lýsa
íbúunum. Umhverfis þá voru margir hópar; sumir sátu
þegjandi og horfðu í logana, aðrir voru með mikinn há-
vaða og enn aðrir voru reiðir og í áflogum.
Við færðum okkur nær, að einum þögulahópnum, biðum
og horfðum á mennina, með mikilli meðaumkun með vou-
leysi þeirra. Og meðan við vorum að horfa á þá, tókum
við hver í hendina á öðrum og þökkuðum föður vorum
á himnum fyrir það, að hann hefði falið okkur þetta
verk.
Við stóðum fyrir aftan þá og enginn þeirra leit upp.
Þó að þeir hefðu gert það, mundu þeir ekki hafa getað
séð okkur; augu þeirra voru ekki samstilt okkar ástandi.
Svo að við tókum höndum saman og breyttum okkur svo,
að við gætum orðið sýnileg. Meðan við vorum að því,
fóru sumir þeirra að ókyrrast, af þvi að þeir fóru að
verða varir við einhverjar óþektar verur, sem ekki voru
samstiltar þeim sjálfum. Að lokum stóð einn þeirra upp
og leit kringum sig í þokunni og myrkrinu, eins og hon-
um væri ekki um sel. Hann var hár maður og horaður,
með hnýttum liðamótum og útlimum, lotinn og boginn, og
andlitið var aumkunarlegt ásýndum — vonleysið svo
mikið þar og fylling örvæntingarinnar.
Þá færði hann sig nær okkur með klunnalegu göngu-
lagi, staðnæmdist fáeina metra frá okkur, og leit á okkur