Morgunn - 01.06.1921, Blaðsíða 71
M 0 E GU N N
65
góða líkamsburði; ennið var hátt, neflð all-langt, hend-
urnar breiðar. Hann var hvatur í breyfingum, og þegar
eg kemst í samband við hann, finst mér að mig langi til
að vinna rösklega. Hann var mjög vongóður, og einhver
mikil birta lá fram undan honum (something very bright
in the future connected with him). Eg finn, að dauðinn
kom óvænt og snöggiega, og dauði hans olli mikilli sorg.
Mér finst sem eg hei'ði stundum einhvern þunga á herð-
unum, sem ýtti niður. Hvað þetta merkir, veit eg ekki,
en mér finst að eg þyrfti að rétta mig upp; þetta gefur
hann mér i skyn. Hann hefir mjög snoturt hár, og hann
var glaðlyndur — ekkert þunglyndi í fari hans. Það er
erfitt að tala hægt við hann, því að hann talaði hratt.
Skiljið þið þetta? Mig langar til að gera þetta [strýkur
hnén]; þetta var ein af hreyfingum hans. Eg hefi á til-.
finningunni, að eg þurfi að rétta mig upp; þetta gefur
hann mér greinilega í skyn. Hann hafði mjög hrauatlegt
brjóst — ágætt. Eg myndi halda, að hann væri góður
sundmaður, því að mér virðist eg sjá þennan hluta af
brjóstinu alveg beran, en það var vel þroskað. Hann var
mjög fljótmæltur. — Eg veit ekki, hvert banameinið var,
en dauðann bar brátt að. — Erfitt um andardráttinn.
Hann sýnir mér það. Þrjá daga var hann mjög veikur.
Svo sem tvær vikur og þrjádaga; eg veit ekki, hvað við
er átt. Var hann veikur 1 tvær vikur og dauðvona þrjá
daga? [Getur verið]. Þetta segir hann mér. Aprílmán-
uður stendur f einhverju sambandi við hann*.
Það, sern lxér fer á eftir, kom ekki fyr en siðar á
fundinum, en er tekið hér vegna þess, að það A við sama
manninn:
»Það kemur hingað maður, ungi maðurinn með húf-
una. Einusinni hafði hann meitt sig í fæti. Hann varð
fyrir lítilsháttar slysi. — — — En nú veit eg, að eg hefi
rétt að mæla, því að það er ógerningur fyrir hvern mann
að muna öll smá-slys, sem koma fyrir. Hann sýnir mér
fótinn, sem hann meiddi sig í einu sinni. Hann hló mjög
5