Morgunn - 01.06.1921, Blaðsíða 47
MORGUNN
41
um þennan glugga, sem hún féll á höfuðið og beið bana
af. Lýsingin er nákvœm i öllum atriðum, bæði á stúlk-
unni sjálfri og herberginu; og það gerðist í öðru landi sex
þúsund mílur héðan, þar sem stjörnurnar eru skínandi
bjartar á nóttunum«.
Frá ýmsum líkum dæmum er sagt í þessum kafla, en
þetta eina getur gefið mönnum góða hugmynd um, hve
nákvæmar lýsingarnar voru oftlega.
Þriðji kaflinn segir frá því, hvernig fiamliðnir menn
komu að heimsœkja hann. Þar er um alveg óvanalega
reynslu að ræða. Þessir gestir, sem vanaleg augu dauð-
legra manna mundu eigi hafa séð, komu til hans á ýms-
um tímum sólarhringsins, bæði á nóttu og á degi. Stund-
um komu þeir um hánótt og vöktu hann, en stundum líka
á dagirm, þegar hann sat einn í tjaldi sínu í garðinum,
þar sem hann hafðist oft við heilsunnar vegna. Eða þar
sem hann sat í dagstofu sinni, og jafnvel þótt hann væri
að tala þar við fólk, sem komið var til hans. Hafði hann
þá þann sið, að lýsa þessum »ósýnilegu gestum« þegar fyrir
þeim, sem hjá honum voru. Við alla þessa undarlegu
»komumenn« var kannast, eftir lýsingu hans. Það gerði
þá mjög verulega i augum hans og hugsanaflutningsskýr-
inguna harlaósennilega. Egtekhértvödæmiúrþessum kafla.
Hinn 6. október 1909 var ritari spíritistafélagsins í
Bournemouth, mr. Blake, staddur hjá mr. Turvey. Meðan
þeir voru að tala saman, sá mr. Turvey framliðinn
mann austurlenzkan, að því er honum virtist, með stór-
an hníf rekinn gegnum brjóstið. Hann sagði mr. Blake
frá þessu og að sér »fyndist« — þótt hann gæti ekki full-
yrt það — það vera maður sá, er vildi brjótast til valda
i Marokko, og að þeir mundu lesa um þetta í blöðunum
eftir einn eða tvo daga.
»Þrem dögum síðar«, segir hann, »lásum við um það
[i blaðinu Daily Mail], að Soldáninn hefði látið varpa þess-
um uppreisnarhöfðingja fyrir ljón og að tveir hermenn
hefðu rekið hann í gegn með stórum hníf. Hafði þetta