Morgunn - 01.06.1921, Blaðsíða 124
118
M 0 RGUNN
guðfræðilegs eðlis og mér virðast þær ekkert gildi hafa.
Þeir segja, til dæmis að taka, að »stöðug leit eftir ákveðnu
sambandi, eins og kennarar spíritista iðka, hefti í raun og
veru þroBka trúarinnar, leiði hugann burt frá þörfinni á
andlegu uppeldi og líka frá meðulunum til að öðlast það,
en að tilraunum til þess að ganga úr skugga um, hvort
samband sé mögulegt eða verulegt, og ýti undir löngun
til þess að komast undan aga trúarinnar«. Jafnvel þó að
þetta væri satt, væri það að eins viðvörun við því að
reka leitina eftir fyrirbrigðunum úr bófi fram, en gæti
ekki verið áfellisdómur yfir allri hreyfingunni. En við
hvað eiga biskuparnir með orðinu »trú« i þessu sambandi?
Svo virðist, sem orðið sé hér viðhaft í hinni þröngu merk-
ingu, um trú, er reist er á myndugleika kirkjunnar, á
það, sem ekki er vísindalega sannað. En það er lítið i
það varið að taka það skilyrðislaust gilt, sem kirkjan úr-
skurðar rétt að vera. Trúin er miklu meira en það, rétt
skiliu. I henni er fólgin fullkomin vissa um andlega
stjórn á alheiminum og yfirdrotnandi forsjón guðs, og það
að haga lífi sínu samkvæmt þessari vissu; og þessi trú,
sú eina, sem á trúar-nafnið skilið, eykst óendanlega við
þá þekking, sem samband við framliðna menn flytur . . .
»Þó að vér séum mörgu ósammála í nefndarálitinu, þá
getum vér yfirleitt veitt því viðtöku með þakklæti. Kynn-
in, sem nefndarmennirnir hafa fengið af málinu, hafa að
likindum haft meiri áhrif á þá en þeir kannast við sem
stendur; þeir kannast við, hvað þeim er sjálfum áfátt —
sýna það með þeirri játniiigu, að þeim »hafi ekki tekist
að boða með nægilega skýruin orðum eða nógu afdráttar-
íaust hin miklu kristilegu sannindi um hið yfirnáttúrlega,
og þann grundvöil, er þau sannindi séu reist á — og með
því að mæla með því að öJl tækifæri séu notuð til þess
að staðhæfa með ljósum og ákveðnum orðum, hverju
kristnin trúir og hvað hún kennir um lífið í heiminum
hinumegin og afstöðu vora til þess lífs, meðan vér dvelj-
umst hér«. Allir spíritistar munu fagna því, að þessai'