Morgunn - 01.06.1921, Blaðsíða 102
'9(i
MORGBNN
L. A. T. finnur það að epítitismanum, eins og þið
heyrðuð, að hann nemi helvítishugmyndina burt úr krist-
inni trú og gefi mönnum lausan tauminn með breytni
sína. —
Eg þarf ekki að vera margorður um þetta atriði. Eg
get látið mér nægja að spyrja ykkur, hvað ykkur finnist
sjálfum. Mörg ykkar hafa vafalaust lesið bréf Júlíu. Þið
heyrðuð erindi mitt í vor: »Hvað er oss sagt úr öðrum heimi?«
Þið hafið sjálfsagt flest hlustað á prófessor Harald Níels-
son í Fríkirkjunni. Finst ykkur hafa verið dregnar dul-
ur á það, að syndin leiði af sér ófarsæld í öðrum heimi?
Finst ykkur hafa komið fram tilhneiging til þess að draga
úr siðferði8kröfunum? Ætli að hitt sé ekki narn sanni,
að sumum hafi fundist prédikun spíritismans jafuvel geig-
vænlega alvarleg, fyrir þá ríku áherzlu, sem han'n leggur
á það — vafalaust með réttu — að maðurinn uppskeri
eins og hann sáir?
Hitt er auðvitað satt, að spíritisminn flytur þá kenn-
ing, að miskunn guðs og náð leiti alveg eins að mönn-
unum hinumegin við djúp dauðans eins og hér, og að
mennirnir geti hafið sig upp á við í áttina til guðs, hve-
nær sem þeir fara að vilja það, þó að þeir hafi lent í
hinum mestu nauðum í öðrum heimi. Hann afneitar ei-
lífri ófarsæld, eins og þið vitið öll. En að því á haun víst
sammerkt við flesta hugsandi menn á vorum dögum um
alla jörðina — og að þvi er mér skilst við Pál post-
ula líka.
Um »Kristeligt Dagblad* get eg lika verið fáorður.
Sú skýring, að þœr veiur, sem gera vart við sig á eam-
bandsfundum, séu andar myrkraríkisins, veit eg að er
svo fjarri okkur öllum, að eg þarf ekki að vera að
tefja ykkur á því að eyða orðum að slíku. En mig
langar til að benda ykkur á hugsanaferil blaðsins að
öðru leyti. Það vill, að fram fari vísindaleg rannsókn á
málinu. En hver sem árangurinn verður af þeirri visinda-