Morgunn - 01.06.1921, Blaðsíða 125
M ORGrUNN
119
úkveðnu Btaðhæíingar komi, þó að ekki sé víst, að þeir
verði þeim sammála*.
Engum skynsömum manni hefir víst komið til hugar,
að meira en ‘250 enskumælandi biskupar lýstu sig alt i
einu fylgismenn spíritisraans. Fyrir ýmsra hluta sakir,
var það nokkurn veginn óhugsanlegt. En þeir hafa kom-
ist nær því en flestir munu hafa gert sér í hugarlund fyrir
fram. Þeir eru með rannsóknunum og telja þær hafa
orðið mörgum manni að góðu. Þeir halda að mönnura
varkárni. Og þeir eru á móti því, að spíritisminn sé gerð-
ur að sérstökum trúarbrögðura. Þetta er meginkjarni þess,
sem þeir sögðu.
Ýmsum, sem tekið hafa til máls á Englandi, þykir
þetta afar-góðar málalyktir. Auðsjáanlega hafa þeir borið
kvíðboga fyrir því, að biskuparnir mundu hlaupa á sig,
eitthvað likt og dönsku kirkjumennirnir hafa gert Og
þeir fagna því, að úrslitin hafi orðið alt önnur. Sem sýnis-
horn set eg hér eftirfarandi línur, sem áður liafa verið
prentaðar í grein eftir mig í Morgunblaðinu. Þær eru
eftir F. Fielding-Ould, prest í biskupakirkjunni og einn af
kunnustu prédikurum Lundútiaborgar:
»Eg er sannfærður um það, að menn geta verið hjart-
anlega sammála grundvallarskoðun biskupanna, og samt
veitt viðtöku ógrynnum af kenningum frá spíritismanum,
kenningum, sem fullar eru af andagift og styrking fyrir
sálir vorar«.
Ekki leynir það sér, að Liglit lítur svo á, sem úrslit
tllálsilis á bÍ8kupaþinginu hafl verið mjög góð, eftir atvik-
um. Það hefir nú um nokkurt skeið flutt flokk af
greinum með fyrirsögninni: »Hvað geta kirkjurnar lært
af spiritiamanum og sálarrannsóknunumo. Ailar eru þess-
ar greinir ritaðar af prestum. Fyrir ofan hverja grein
eru prentuð þessi ummæli úr ályktun biskupaþingsins:
nJafnfvamt fví, sem biskupafingið tjáir sig reiðubiíið
til þess að vonast eftir og fagna nýju Ljósi frá sdlarann-