Morgunn - 01.06.1921, Blaðsíða 18
12
MORGUNN
sitt við viðsjárverðar verur þar, þá geti svo farið, að þeir
fái ekki haldið sér á því sviði og lendi í þessum skugga-
legu neðri bygðum.
En þess verða menn vandlega að gæta, að eftir frá-
sögnunum er mönnunum ekki ætlað að dveljast eilífiega
í þessum kvalastöðum. Miskunn guðs vakir yfir þeim þar,
eins og hvarvetna í alheiminum, og ástríkar verur af hin-
um efri sviðum hafa nákvæmar gætur á sérhverjum
manni, sem lært hefir svo mikið af því andstreymi, er
hann hefir sjálfur bakað sér, að hann sé fær um að þok-
ast eitthvað upp á við. En hafi raaðurinn á annað borð
tekið stefnuna burt frá guði, þá virðist hann verða að
hlaupa skeið syndarinnar, óguðleikans og heimskunnar,
þangað til afleiðingarnar af því fara að sverfa svo að
honum, að viljinn fer að sveigjast í áttina til hinnar
miklu uppsprettu náðarinnar, heilagleikans og spekinnar.
Af þeim bókum, sem eg hefi lesið, eru lýsingarnar
greinilegastar í tveim enskum. önnur þeirra heitir »A
Wanderer in the Spirit Lands* (á dönsku: »En Vandrer
i Aandeverdenen«). Hún er rituð af konu, og eftir henn-
ar sögusögn hefir framliðinn maður, sem nefnir sig Fran-
chezzo, lesið henni fyrir. Hún varð að hraða skriftinni
sem mest hún mátti, til þess að hafa undan honura.
Margt af því, sem hún var látin skrifa, segir hún að hafi
verið gagnstætt öllum hugmyndum hennar um annan
heim. Oft kveðst hún hafa séð höfundinn framliðinn í
líkamsgerfi, og þá hafi vinir hans þekt hann, þeir er
höfðu verið kunnugir honum liér í heimi, Hin bókin
heitir »Gone West« og er eftir enska.n mentamann, sem
heitir J. S. M. Ward. Dulrænna hæfileika fór fyrst að
verða, vart lijá honum, þegar tengdafaðir hana andaðist.
Hann tók að fa,ra í sambandsástand, sjá sýnir og rita
ósjálfrátt. Nokkurar sannanir komu hjá honum En aðal-
lega var þetta ástand hans notað a,f tengdaföður hans,
til þess að koma inn í þennan heim frásögnum nokkurra
manna um það, er fyrir þá hafði komið í öðum heimi.