Morgunn - 01.06.1921, Blaðsíða 85
MORGUNN
79
ur ekki með akeyti úr heimi framliðinna manna. Nei,
hann lætur framliðna menn »hvílast i friði«. »Fielsarinn
telur slíkar anda-opinberanir allsendis gagnslausar«.
Síra OJfert Eichard.
»Spíritistiska hreyfingin, sem á þessum tímum fer um
löndin, er bersýnilega styrjaldar-fyrirbrigði. Spíritisminn
er æfagamalt fyrirbrigði, sem balast upp við og við og
Bekkur svo aftur niður í gröf gleymskunnar.
Um suma fiokka manna er það að segja, að það, að
spíritisminn hefir nú blossað upp þeirra á raeðal, er bend-
ing um andlegan þorsta eftir þekkingu á öðrum heimi
umfram þá opinberun, sem fullnægir trúuðum mönnum og
veitir þeim hvíld.
Þrjár aðalástæður eru til þess, að trúaðir menn hafa
ósjálfrátt ýmugust á spíritismanum
Fyrsta ástæðan er sú, að þegar i gl. testam. er beint
barist á móti honum, og það er bezta söunun þess, hve
æfagamall hann er. Berum orðum stendur í ritningunni:
Þú skalt ekki leita frétta af framliðnum.
önnur ástæðan er sú, að menn vilja gera spíritism-
ann að nokkurs konar trúarbrögðum. Með þokukendum
hugmyndutn um að ná viðurkenning sannleikans með því
að færa ráðgátuna burt frá sér frá einum himni til
annars, kemur hann þvi upp um sig, að hann er mann-
Iegt hrákasmíði, sem þeim mönnum, er hafa myndað sér
fasta grundvallarskoðun í trúmálutn, er ekki unt að telja
neina undirstöðu.
Loks er þriðja ástæðan og ef til vill varðar hún
mestu. Hún neitar því ekki, að heiðarlegir vitnisburðir
manna, sem skýra frá reynslu sinni af fullri sannfæring,
kunni nð vera sannir, jafnvel þótt efast sé um sjálfgildan
veruleik margrít þeirra fyrirbrigða, sem lýst er.
En hún segir: Jafnvel þó að það sé satt, sem frá er
skýrt, hver er þá árangurinn af þessu sambandi við ann-
an heim? ált, sem frá er sagt úr öðrum heimi er svo
óendanlega bragðlaust og sviplaust, að það skiftir engu
máli i andlegum efnum, og sýnir andana sem gersamlega.
andlausar verur, sem eru að fást við hinar lítilvægu sorg-
ir og fátæklegu áhvggjur mannanna«.
Cand. theol. M. Neiendam.
Hann heldur, að spíritisminn sé allur fólginn í borð-