Morgunn - 01.06.1921, Blaðsíða 95
MORtt UNN
89
þó að vitnisburðurinn uin staðreyndir spíritismans sé
sannur — og auðsjáanlega hyggur hann, að svo sé, — þá
8é árangurinn af þessu sambandi við annan heim enginn,
af því að það sé svo lélegt, sem oss er sagt úr öðrum
heimi, að það skifti engu máli.
Þetta er blátt áfram ekki annað en vanþekkingar-
hjal. Árangurinn er stórkostlegur, eins og eg benti á í
þeim orðum, sem eg sagði um Thaning prest. Svo mikið
er að minsta kosti óhætt að segja, að hann er stórkostleg-
ur. En hvað stórkostlegur hann kann að vera, verður
ekki sagt með neinni vissu, því að hann er vitanlega enn
á byrjunarstigi sþroskunarinnar. Það eru ekki nema um
70 ár, síðan er spíritismi nútímans hófst. Hver mundi
hafa getað dæmt fyllilega um árangur kristninnar um
70 árum eftir fæðing Krists? Hver mundi hafa hugsað
sér, þegar höggin fóru að koma í veggina hjá skóaranum
í lítilfjörlega þorpinu vestur í Ameríku, að eftir 70 ár yrðu
þessi högg orðin að alheimshreyfingu, nokkura konar and-
legum landskjálfta, sem umturnar hugmyndum hinna lærð-
ustu vísindamanna um tilveruna, veldur þvi, að í sumum
mestu mentalöndum heimsins sést varla svo nokkurt tima-
rits-hefti, að þar sé ekki verið að ræða um samband við
framliðna menn — landskjálfta, sem lætur kirkjurnar leika
á reiðiskjálfi, svo að þegar rúml. 250 enskumælandi biskupar
koma, saman til þess að ræða um vandamál kristninnar,
verður það eitt helzta íhugunarefnið, hvernig eigi að snú-
ast við öllum þessum ósköpum — landskjálfta, sem er
svo magnmikill, að jafnvel danskir prestar fara að fá pata
af þvi, að eitthvað sé að gerast, sem þeir verði að tala um,
og segja þá heldur vitleysu en að þegja?
Þó að ekki só unt að meta árangurinn, og þó að eg
geti ekki gert hans grein í kvöld, að því leyti, sem hann
er þegar sýnilegur, þá langar mig samt til þess að benda
ykkur á eina hlið hans. Spiritisminn er að gerbreyta
hugmyndum manna um annað líf. Ef til vill væri samt
réttara að orða þetta svo, að hann sé að gefa prótestant-