Morgunn - 01.06.1921, Blaðsíða 57
MORGUNN
51
komst inn yfir flugvöllinn, féll vélin niður eins og steinn.
Simataflan tilkynti »flugmaðurinn meðvitundarlaus*. Eg
8á fjóra menn framliðna koma svífandi utan úr sjón-
deildarhringnum, stórvaxna tilsýndar. Eg sagði »hann
er dáinn*. Tíu mínútur liðu og þá var mannfjöldanum
tilkynt með svörtu flaggi í hálfa stöng, að göfugur, hug-
prúður Englendingur væri dáinn. I umslagi minu nr. 1
getið þér, herra ritstjóri, séð, að eg segi »meðvitundarlaus
— að því er virðist deyr hann*. Hvorttveggja atriðið er
því j'miður rétt. Eg hygg eg muni ekki skrásetja fleiri
spádóma. Það er eins og verið sé að auglýsa hæfileika
upp á kvalakostnað syrgjendanna, og ef eg væri þess
ekki nokkurn veginn fullvís^að foreldrarnir sjái ekki
Light, þá] mundi eg segja yður að brenna umslagið
óopnað, það er eg*sendi yður 29. júni*.
Eitt sinn^, var hann spurður um, hvers vegna hann
sæi fremur fyrir Blys en eitthvað, sem væri gleðilegt.
Hann svaraði þeirri fyrirspurn i bréfi á þessa leið:
»Eg hygg, að ástæðan sé sú, að hið illa, sem er nær
»efninu« en »andanum«, sé þyngra í eternum, og að fyrir
því eigi sjáandinn hægara með að skynja það. Eg »sé«
ekki aðeins, eg »finn« líka þéttleik hins illa, og eg þyk-
ist þess fullvís, að illverkin hafi andlcgan þunga, og haldi
því framiiðnum manni (o: eém slílc verk hefir drýgt)
»niðri« og tálmi honum frá því að hefja sig til heimanna,
sem ofar eru«.
I sama bréfi minnist hann á umræður, er orðið höfðu
í tímariti einu ura gáfuna þá, að sjá fyrir óorðna atburði.
Hafði annar sjáandi, Reginald B. Span, haldið því fram,
að hann væri ekki þakklátur fyrir að vera gæddur slíkri
gáfu. í tílefni af þvi tekur mr. Turvey það fram, að
þegar hann sjái “ fyrir, valdi það sér kvöld bæði á sál
og líkama. Ef hann sér t. d. fyrir morð eða slya, þar
sem sá, er fyrir þvi verður, líður þjáningar, þá finnur
hann sjálfur í raun og sannleika til þjáninganna, um leið
og hann sér sýnina, hvort sem um högg er að ræða eða
4*