Morgunn - 01.06.1921, Blaðsíða 62
56
MO RCrUNN
gegnum mann þau áhrif á »Mig« heima í rúminu, að mér
fanst eg vera hræðilega veikur, og engu likara en að
jarðneskur líkami minn hefði verið látinn fara í gegnum
annan líkama.
Þegar »Eg« kom inn í sporvagninn, reyndi »Eg« að
láta mr. Walker finna návist »Eg’s« með því að »ná valdi*
á honum að nokkuru leyti. Hann fann til þess, að ein-
hver vildi ná stjórn á sór, en hristi það auðvitað af sér,
þar sem hann var staddur í sporvagni. Mr. Walker hefir
síðan sagt mér, að hann hafi fundið til »áhrifanna« nægi-
lega lengi til þess að fá vitneskju um, að það var eng-
inn af hans eigin leiðsagnaröndum, en að sá hafi verið
honum ókunnugur, sem valdinu vildi ná, og að honum
hafi fundist stjórnartökin óþýð i samanburði við það, með
hve léttum eða mjúkum tökum hans eigin leiðsagnarand-
ar ná valdi á honum. Næsta þriðjudag játaði mr. Walker,
að einhver hefði reynt að ná valdi á sér, og það meira
að segja nálcvœmlega á þeim stað, þar sem eg sagði þeim,
að »Eg« hefði stigið inn í sporvagninn, sem þeir voru í«.
í vottorðinu frá P. R. Street, sem fylgir frásögu þess- .
ari, er þetta tekið fram: »Síðastliðinn þriðjudag sátum
við fimm i sporvagni með þeim hætti, sem þór segist hafa
séð oss; leið8ögumaðurinn er nákvæmlega eins og lýsing-
in, og eg sá mr Walker hrista af sér áhrif, en hvort þau
voru frá anda yðar, get eg ekki sagt«.
I mínum augum er fátt lærdómsríkara í bókinni en
lýsingar höfundarins á þvi, með hverjum hætti hann nær
valdi á miðlum, er hann starfar í huglikamanum. Það
lætur oss renna grun í, við hverja örðugleika framliðnir
menn muni eiga að stríða, er þeir reyna að koraa skeyt-
unum til vor þá leiðina. Það kemur engum þeim á óvart,
er lengi hefir fengist við sálarlifsrannsóknir. Vér vitum,
að við afskaplega erfiðleika er að stríða. En því gleyma
þeir of oft, sem dæma um árangur rannsóknanna af lít-
illi þekkinga og reynslulausir. Hér get eg ekki farið frek-
ar út í það mál.