Morgunn - 01.06.1921, Blaðsíða 55
MORGUNN
49
hafi ræzt bókstaflega, þótt það kæmi öllum á óvart. Áður
bafði menn sizt grunað, að hinn mikli jötunn Rússland
mundi fara halloka fyrir annari eins smáþjóð og Japan
var þá.
í byrjun Búastríðsins sagði hann fyrir, gagnstætt þvi
sem alment var álitið, að það mundi standa 3 ár. 250
þÚBund mönnum yrði að fórna, áður en það ynnist, og
að Victoría drotning yrði dáin áður. Sömuleiðis sagði
hann fyrir, að kiýning Játvarðs mundi dragast fram yfir
þann tíma, sem áætlað var. Sá spádómur rættist einnig.
Krýningunni varð að fresta vegna veikinda konungsins,
eins og menn muna.
Einnig sagði hann fyrir dauða Játvarðs konungs og
ýmsa aðra stórviðburði, svo að vér sjáum, að spádómur
Þorláks sáluga Johnson, er hann sagði fyrir árið 1908, að
Friðrik konungur VIII. ætti að deyja 1912, er engan veg-
inn eins dæmi. Sá spádómur var og vottfestur, því að
tveir menn höfðu, hvor í sínu lagi, skrifað hann sum-
arið 1908, og geymt blöðin, sem hann var skráður á.
Það voru þeir rektor Mentaskólans Geir T. Zoéga og
stjórnarráðsskrifari Þorkell Þorláksson.
Oft 8á hann fyrir dauða manna og margs konar slys.
Eru ýms dæmi sögð af því í bókinni. En eg verð að
láta mér nægja að tilfæra eitt.
Hann hafði oft þann sið, er hann hafði séð sýn, að
skrifa stutta skýrslu um hana samstundis eða skömmu á
eftir, innsigla hana og senda síðan til ritstjóra blaðsins
Light í Lundúnum og biðja hann að geyma, en opna í
viðurvist votta, er mr. Turvey segði til. Sá atburður,
er hér verður skýrt frá, var einn þeirra, sem staðfestur
var með þeim hætti.
Ilinn 27. júni 1910 sá hann fyrir slys, er verða mundi
í borginni, sem hann átti heima í. Hinn 29. júní ritaði
hann bréf til ritstjórans með svo látandi skýrslu í: »Slys
í Bournemouth í flugvikunni, sem haldin verður í næsta
mánuði. Flugmaðurinn með öllu meðvitundarlaus, og að
4