Morgunn - 01.06.1921, Blaðsíða 93
MORGUNN
87
hefir verið svarað svo oft, og: sannast að segja furðar
mig á því, að skynsamir menn skuli enn vera að hampa
jafn-fánýtri ástæðu.
Þá kemur önnur ástæða hans, sú, að spíritisminn
færi að eins ráðgátuna burt frá sér, frá einum himni til
annars, og komi því þar með upp urn sig, að hann sé
mannlegt hrákasmíði. Eftir því sem eg lit á, er þetta al-
veg frábær misskilningur, svo að eg viðhafi ekki óvin-
gjarnlegri orð. Oblandinn spíritismus er ekkert anuað en
þekking, er menn hafa fengið eftir samskoðar leiðum sem
þeim, er menn hafa endranær farið í þekkingarleitinni.
Og hann er sama eðlis eins og önnur þekking mannanna.
EngÍDn heilvita maður heldur því fram, að með neinni
þekking fái menn ráðið allar gátur tilverunnar. Hitt
hefir verið þekkingarinnar verk, að vaipa ljósi altaf
lengra og lengra út í myrkur vanþekkingarinnar, eða eins
og nema ofurlítið af hinu ókunna landi tilverunnar og
gera mönnum það kunnugt. Svo er líka um spiritism-
ann. Hann hefir flutt mönnura vitneskju um nokkur
atriði tilverunnar, fært út þekkingaisviðið, svo að útjaðr-
ar þess ná nú inn í annan beira. En engum manni
hefir komið til hugar, að raeð spíritismanum séu ráðnar
allar gátur tilverunnar.
Hitt er annað mál, að af þekkingaratriðum spiritism-
ans hafa menn dregið hinar og aðrar ályktanir, sem
deila má um. Þekkingaratriðin eru svo gífurlega mikil-
væg og þess eðlis, að þau knýja liugsandi menn til þess að
reyna að gera sér grein fyrir, í hverja átt þau stefni, á
hvað þau bendi i ýrasum efnum. Eg skal taka eitt dæmi
til skýringar: Eg geri ráð fyrir, að allir spiritistar eéu
þess fulltrúa, að tilveran sé í höndunum á góðu vitsmuna-
afli, sem vér nefnum venjulega guð. Eg ætla ekki að
þesau sinni að tefja ykkur á því að útlistn, af hverju
þeir ráða þetta. Um það mætti fiytja sj.ilfstætt erindi
eða rita heila bók. Þekkingaratriði er þetta ekki. Eng-
inn hefir nokkuru sinni séð guð. Hann opinberast ekki