Morgunn - 01.06.1921, Blaðsíða 103
MOROUNN
97
legu rannsókn, þá á að leggja á hann mælikvarða kirkj-
unnar. Og ma'likvarðinn er kenningakeifi hennar. Stand-
ist málið ekki þann mælikvaiða, þá er það djöfullegt.
Það var sagt um Bouibonana eftir frönsku stjórnar-
byltinguna, að þeir hefðu ekkert lært og engu gleymt.
Er það ekki hrapallegt, að menn skuli svo oft verða að
segja þetta um kirkjunnar menn? Þeir lögðu þennan
sama mælikvarða á staðreyndir Galileis. Þeir lögðu hann
á staðreyndir Daiwins. Þeir hafa, gegnum alla sögu
kristninnar verið að leggja þennan mælikvarða á sann-
leikann. Og þeir hafa alt af og undantekningarlaust orð-
ið sér til skammar með þennan mælikvarða. Eins og
líka er eðlilegt. Þeir snúa öllu öfugt. Þvi að það er
mælikvarði sannleikans, sem á að leggjast á kenning-
arnar, en ekki mælikvaiði kenninganna, sem á að leggj-
ast á sannleikann.
Þá er Ludwigs 'biskup. Eg get auðvitað ekki tekið
hér til ihugunar þá staðhæfing hans, að öll fyrirbrigði
spíritismans stafi frá undirvitundinni, að svo miklu leyti
sem þau séu ekki svik. Það væri sama sem að fara
gegnum alt sannanamagn spíritismans. En mig langar
til að minnast nokkurum orðum á þá kenning hans, að
»vísindaleg trúaibrögð séu gagnslaus og hættuleg og i
eðli sínu andstæð kristindóminum«. Eg hefi þrásinnis
heyrt sömu kenninguna hér heima, og eg held, að það
8é rétt af okkur að reyna að gera okkur sem fylata grein
fyrir henni. Mig hefir oft furðað á því, hvað mörgum
guðfræðingum hættir við að segja vitleysu um þetta atriði,
þar sem mér finst að búast liefði mátt við þvi, að hug-
myndir þeirra og skilningur væri ljósari i þessu efni en
okkar leikmannanna.
I einum skilningi má segja, að engin vísindaleg trúar-
brögð séu til. Vísindaleg lifsakoðun er til, en í þessum
skilningi, sem eg á hér við, engin vísindaleg trúarbrögð.
Trúin sjálf liggur á öðru aviði en vísindin. Traustið á
7