Morgunn - 01.06.1921, Blaðsíða 28
22
MORGrUNN
eins og kvikni ljós og sendi frá augum hennar þessa ynd-
islegu, fjólubláa geisla; og af vörum hennar fer skeyti —
það mundir þú vita, af því að þú sæir bláu og ljósrauðu
og fagurrauðu glampana, sem skjótast frá vörum hennar
og virðast fljúga miklu harðara en svo, að þú getir fylgt
þeim með augunum yfir vatnið.
Þá sést bátur koma hratt hægramegin milli trjánna,
8em eru niðri við vatnið, og árarnar glampa og glóa, og
vatnsrokið kringum giltan framstafninn er líkast smáum
kúlum úr gullslitu gleri innan um smaragða og rúbína.
Báturinn kemur að lendingarstaðnum og glæsilega búinn
hópur manna hleypur upp á marmaraþrepin, sem liggja,
upp að græna vellinum fyrir ofan.
Einn maðurinn fer sér samt hægt. Fagnaðarsvipur
er á andliti hans og hann virðist líka vera fullur undr-
unar. Augu hans hafa ekki að fullu vanist við þessa teg-
und af ljósi, sem laugar alt í mjúkri, glitrandi geisladýrð.
Þá kemur húsfreyjan út úr stórri forstofu, gengur á móti
hópnum og nemur staðar spölkorn frá honum. Aðkomu-
maðurinn lítur á hana, meðan hún stendur þarna, og í
augnaráði hans eru algjör vandræði. Þá yrðir hún að lok-
um á hann, einstaklega blátt áfram, og þessi glæsilega,
helga kona fagnar eiginmanni sínum: »Jæja, Jakob, þarna
ertu kominn til mín — loksins, elsku-vinur, loksins«.
En hann hikar við. Röddin er hennar rödd, en öðru-
vísi. Svo var nú það, að hún var gömul kona, þegar hún
dó, gráhærð og aumingi til heilsunnar. Og nú stendur
hún fyrir framan hann, ekki ung og ekki öldruð, en með
algjörðan yndisþokka og fegurð eilifrar æsku.
»Eg hefi vakað yfir þér, góði minn, og verið svo nærri
þér allan þennan tíma. Og nú er hann á enda, og ein-
stæðingskapur þinn er að eilífu um garð genginn. Þvi
að nú erum við aftur saman, og þetta er Sumarland guðs.
Hér verðum við aldrei gömul aftur, og hingað koma dreng
irnir okkar og Nellie, þegar þau hafa lokið því, sem þeim
er ætlað að gera í jarðneska lífinu«. '