Morgunn - 01.12.1924, Síða 7
MORGTJNN
117
sem eg hefi haldið fram, hefir oft hlotið staðfesting af þeim
atburðum, er síðar hafa gerst. En aldrei hefi eg sagt neitt
af jafn-mikilli sannfæringarvissu eins og þeirri, er eg segi
það nú, að þessi nýja þeklcing mín muni þjóta yfir jörðina
og umturna skoðunum mannanna á öllum efnum, nema að
eins á grundvaUaratriSum siðgæðisins, sem eru óbifanleg.
Allar uppfundningar og uppgötvanir nútímans munu;
þykja lítilvægar í samanburði við þessar sálrænu sannreynd-
ir, sem innan fárra ára munu neyða hugi mannanna um all-
an heim til þess að veita sjer viðtöku.
Málið hefir orðið óskýrara við það, að inn í það hafa
fléttast alls konar aukaatriði, sum hugnæm en ekki mjög
áríðandi, önnur gersamlega óviðkomandi málefninu. Til er
flokkur sálarrannsóknamanna, sem kann bezt við að snúast alt
af í hfing og drasla öðrum með sér, þeim sem eru svo veikir
fyrir, að þeir vilja þiggja slíka leiðsögn. Þessir sálarrann-
sóknamenn eru alt af að hrjóta um vitsmuni sjálfra sín, og
geta aldrei fengið það af sér að trúa því, að einfalda og
bersýnilega skýringin sé sú rétta. Gáfurnar verða þeim bein-
línis til bölvunar, því að þeir nota þær til þess að forðast
beina veginn og til þess að búa sér til einhverjar kynlegar
koppagötur, og eftir þeim komast þeir að lokum út í kvik-
syndi, þar sem aftur á móti sá hugur, sem fer beina og ein-
falda leið, heldur sér staðfastlega á þjóðbraut þekkingarinnar.
Þegar jeg rekst á þess konar menn, og kemst síðan í lcynni
við hina auðmjúku söfnuði trúhneigðra spíritista, þá fer
eg æfinlega að hugsa um orð Krists, er h'ann þakkaði guði
fyrir, að hann hefði opinherað þetta smælingjum og hulið
það vitringunum og hinum forsjálu mönnum. Eg hugsa þá
líka til þeirra ummæla Reiehenbachs baróns: „Til er vísinda-
leg tortrygni, sem er meiri heimska en sljóleiki búrans.“
Því að í raun og veru er málið einstaklega einfalt. Hvei't
barn getur skilið það — og sannleikurinn er sá, að börn-
in mín skilja það á raunhæfan hátt töluvert betur en meðal-
menn í hópi lærdómsmanna og náttúrufræðinga. Menn þurfa
i