Morgunn - 01.12.1924, Qupperneq 10
120
M0E6UNN
miðlum vorum, en vér þurfum að hafa enn betra eftirlit með-
þeim, sem sagt er að séu að koma svikum upp um þá.
Fyrir nokkurum tíma var gerð tilraun, því miöur und-
ir vernd Sálarrannsóknafélagsins, til þess að leggja gildrur
fyrir Mr. Hope, liinn frœga ljósmyndamiðil. Eg var einn í
mjög öflugri nefnd 12 manna, sem rannsakaði það mál á
eftir. Eg held ekki, að nein sálarrannsóknanefnd í veröld-
inni hafi nokkuru sinni verið skipuð mönnum, sem hafi haft
meiri sálræna reynslu. Allir vorum viö þess albúnir að af-
neita Hope um aldur og æfi og að bera vitni um svívirðing
hans, ef við kæmumst að raun um, að áburðurinn á hann
væri réttur. Ýmsir nefndarmanna lögðu út í rannsóknirnar
með hleypidóma gegn honum. Og samt var það einróma álit
nefndarinnar, að öll ásökunin, sem dreift hafði verið út um
heiminn í ritlingi, er kostaði sex pence, væri uppspuni frá
upphafi til enda.
Ekki mega menn ætla, að eg neiti því algerlega, að svik
gerist. En þau eru langtum óalgengari en menn búast vi'S,
og um þá kenning, er sjónhverfingamennirnir og sumir sálar-
rannsóknamennirnir lialda fram, að fyrirbrigðin séu öll svik,
er það að segja, að hún er ekki svaraverð. Ekki eru nema
örfáir menn nú á lífi, sem hafa meiri reynslu af miSlum
en eg hefi fengið, og eg hefi fengið mína reynslu í þremur
heimsálfum. Samt hefi eg ekki rekist á svik oftar en þrisvar
til fjórum sinnum.
Til eru svik, sem eru miðlinum meðvitandi, og önnur,
sem gerast honum óafvitandi, og þa<5 eru þessi óafvitandi
svik, sem gera málið svo illflókið. Meðvitandi svik stafa venju-
lega af því, að hinn sálræni kraftur þverrar um stund, og
svo er farið að reyna að setja eftirlíkingar í staðinn. Óaf-
vitandi svik koma í því kynlega millibilsástandi, sem eg hefi
nefnt „liálf-trance ástand“ ; miðillinn virðist þá vera eins og
hann á að sér, og þó er sannleikurinn sá, að hann ber tæp-
lega ábyrgð á gjörðum sínum.
Þegar slíkt kemur fyrir, virðist sú breyting komin, að
persónuleikur hans er farinn að yfirgefa líkamann, og hinir