Morgunn - 01.12.1924, Síða 14
124
MORGUNN
ekki verulega viS. ÞaS skiftir livern mann svo miklu, sem
framast má vera.
Lokaður hugur verður jaröbundin sál, og þá er í vænd-
um myrkur og eymd. Ef þú veizt, við hverju er að búast,
þá getur þú komist hjá því. Ef þú gerir það ekki, er áliætt-
an alvarleg. Einliver Jeremía eða Savanarola þarf aS koma,
til þess að æpa þetta inn í eyru veraldarinnar.
Þörf er á nýjum skilningi á syndinni. Ekki eiga menn
að gera lítið úr þeim breyskleika mannkynsins, sem eingöngu
er lioldlegur, veikleik líkamans. En ekki eru það þær yfir-
sjónir, sem örðugustum reikningsskilum valda.
Það er hið stirðnaða liugarástand, þröngsýnin, kreddu-
festan, efnishyggjan — í einu oröi, ekki syndir líkamans, held-
ur andans, sem eru fastar fyrir og dæma einstaklinginn til
vistar á hinum lægri sviðum, þangað til hann hefir lært það,
sem hann þarf að nema.
Vér þekkjum þetta frá hjálpræðis-fundum vorum, þegar
þessar vesölu sálir koma aftur til þess að liarma yfirsjónir
sínar og læra þau sannindi, sem þær hefðu getaS lært hér, ef
hugir þeirra hefðu ekki verið lokaðir af sljóleik eða hleypi-
dómum.
Vér höfum nægar ástæður og nægilegt þekkingarefni til
þess að vekja fremur ótta mannanna en snúa oss til skynsemi
þeirra, ef vér erum til þess neyddir. Svo strangt er lögmálið,
að jafnvel spíritistar gjalda þess, ef þeir hafa látiö vísinda-
legu hliðina á málefninu verða þyngri á metunum en trúar-
hliðina.
Eg þekki ekkert samtal merkilegra en það, er fór fram
milli hins „dána“ Hodgsons og lifandi Hyslops gegnum Mrs.
Piper í sambandsástandi, eins og frá því er skýrt í bók Funks,
sem lieitir „Sálræna gátan“ (The Psychie Riddle). ÞaS er
lexía fyrir oss alla. Ef Hodgson hafði ástæðu til að sársjá
eftir, hver er þá óhultur?
Öll saga vísindamannanna í sambandi við þetta mál er
mjög lík sögu þeirra í sambandi við mesmerismann, og það: