Morgunn - 01.12.1924, Qupperneq 16
126
MORGUNN
vera sama sem gleymdir, ef ekki væri afstaða þeirra til spírit-
ismans, sem þeir eru ekki öfundsveröir af.
Orðstír mikilmenna eins og Huxleys, Tyndalls og Kelvins
lávarðar mun bíða knekki við þvex-girðing þeirra; þar semi
aftuL' á móti Ilare, De Morgan, Zöllner og fleiri verða ódauð-
legir fyrir það, að þeir veittu stuðning sannleikanum, sem
var að brjótast áfram. Eg dirfist að spá því, aS Crawford
standi í fremstu röð vísindamanna vorra í augum eftirkom-
enda vorra, og eins annar spíritisti, Drayson, stjörnufræðing-
urinn. Menn geta komið með þá mótbáru, að þetta sé ekki
annað en mínar hugmyndir, og það er auðvitað satt, en eg
rita þær til þess að menn geti gengið að þeim síðar.
Það er skrítilegt og íhugunarvert, að hinn sálræni sann-
leikur frá 1850, er litið var á sem dægurflugu, stendur enn
óbreyttur, hefir aðeins fengið nokkura viðbót. Vísindin frá 1850,
sem gerðu háð að lionum, hafa breyzt svo, að naumast er nokk-
urt atriði, sem hefir þolað tímans tönn. Breyting tegundanna,,
skiftileikur atómanna, breyting eins málms í annan, eru að>
eins fá dæmi um þær byltingaskoðanir, sem komið hafa í stað-
inn fyrir gömlu kenningarnar.
Róttæka glappaskotið, sem vísindamennirnir hafa gert,
þegar þeir hafa verið að rannsaka þetta mál, er það, að þeir
hafa aldrei lagt það á sig að læra að skilja þá staðreynd, að'
það er ekki miðillinn, sem framleiðir fyrirbrigðin. Þeir hafa
alt af farið með miðlana, eins og þeir væru einhvei’jir sjón-
hverfingamenn, og sagt: „Gerið þið þetta.“ Þeir hafa ekki
skilið það, að lítið eða ekkert kemur frá miðlinum, en að alt
eða nálegt alt, kemur gegnum hann. Eg segi „nálega“ alt,
því að eg held, að sixm einföld fyrii-brigði, svo sem högg,.
geti, innan sér’stakra takmarka, komið fram við viljakraft
miðilsins sjálfs.
Það er þessi ranga skoðun vísindamanna, sem hefir aftr-
að efagjörnum mönnum fi’á því að gera sér þess grein, að
ljúfur og gljúpur hugur af hálfu fundarmanna og rólegt og
eðlilegt andrúmsloft fyrir miðilinn eru óhjákvæmileg skilyrði’