Morgunn - 01.12.1924, Blaðsíða 18
128
MORGUNN
lega um garð gengin og skiftir engu máli. Verulega deilan,
sem skiftir líka miklu máli, er við þann flokk vísindamanna
á meginlandinu, sem rannsaka útfrymi og önnur hálf-efnis-
kend fyrirbrigði, en hafa ekki komist svo langt aS sjá neinn
sjálfstæðan anda bak við þau. Richet, Sclirenck-Notzing, og
fleiri miklir rannsóknamenn eru enn ekki komnir nema á
miðja leið, og Flammarion er kominn dálítið lengra. Richet
er kominn svo langt, að hann kannast við þaö, að hann liafi
gengið úr skugga um það, með því að athuga sjálfur líkam-
aða mynd, að hún geti gengið og talað og skilið eftir mót
af höndum sínum Svo langt er hann kominn. Og samt lield-
ur hann jafnvel enn dauðalialdi í þá hugsun, að þessi fyrir-
brigði kunni að vera einhver leyndur máttur mannlegs líkama
■og hugar, sem kemur í ljós utan við manninn.
Slík skýring virðist mér vera vonleysis-vörn í síðustu
skotgröfinni, vörn, sem lialdið er uppi af einum af þessum
efnishyggjumönnum, sem eru orðnir á eftir tímanum og segja
með Brewster: „Andi er það, sem eg ætla mér síðast af öllu
að kannast við, að sé til,“ og bæta því við sem ástæðu, „að
þaö kollvarpi 50 ára starfi.“ Það er liart fyrir mann, sem
hefir kent það alla sína æfi, að heilinn stjórni andanum, að
verða loks að læra það, að það geti verið að andinn starfi
óháður mannslieila. En það er þeirra ákveöna efnishyggja,
sem er sá aðalöröugleiki, er vér eigum nú viö að keppa.
Og hvar ætli þetta endi alt saman ?
Eg hefi enga hugmynd um það. Hvernig áttu þeir, sem
fyrst tóku eftir rafmögnuðum kippum í vöðvum, að sjá fyr-
ir símann yfir Atlantshafið og bogalampann? Oss er sagt,
að eitthvert mikið áfall beri bráðlega mannkyninu að hönd-
um, að það áfall muni að lokum vinna sigur á sinnuleysi
þess, og að því verða samferða slík sálræn tákn, að þeir, sem
lífs verða á eftir, muni ekki framar geta neitað þeim sann-
indum, sem vér boðum. Hið verulega mikilvægi lireyfingar
vorrar verður þá auðsætt, því að það verður bersýnilegt, að
vér höfum vanið hugi almennings við slíkar hugmyndir, og
lagt fram mikið af ákveðnum kenningum, bæði vísindalegum