Morgunn - 01.12.1924, Síða 21
MORGUNN
131
Öll trúarbrögð mundu verða jöfn, því að öll framleiða
þau ljúfar, óeigingjarnar sálir, sem eru kinir útvöldu guðs.
Kristnir menn, Gyðingar, Búddistar og Múhamedstrúarmenn
mundu fella niður þær kenningar, sem einlienna þá sérstak-
lega, fylgja sínum eigin kennurum á sameiginlegri siðgæðis-
braut og gleyma öllum þeim fjandskap, sem hefir gert trúar-
brögöin að bölvun fremur en blessun fyrir heiminn.
Yér munum verSa í nánu sambandi við öfl annars heims,
og þekking kemur í staðinn fyrir þá trú, sem á liðnum tíma
hefir sett upp marga áttavita, er bent hafa í margar mismun-
andi áttir.
Slík mun framtíðin verða, að því leyti, sem eg get óljóst
séð hana, og alt sprettur þetta upp af því útsæði, sem vér
erum nú að annast og vökva í köldum vindbyljum frá fjand-
samlegri veröld.
Enginn ætti að gera sér í hugarlund, að eg telji mig hafa
neina sérstaka leiðsögn í þessari hreyfingu. Eg geri það, sem
eg get, en margir aðrir hafa gert það, sem þeir hafa getað
— margir yfirlætislausir starfsmenn, sem hafa orðiS að sæta
eignatjóni og smánunum, en verða síðar viðurkendir sem
postular nútímans. Um sjálfan mig er það eitt að segja, að
eg hefi verið verkfæri, úr garði gert með þeim hætti, að
mér kefir að sumu leyti veitt auðveldara en mörgum öðrum
að koma þessari fræðslu út til manna.
Eg held, að vonlaust sé um æðri stéttirnar svo nefndu
og lærdómsmennina. Með fáeinum ágætum undantekningum
eru þessir menn þunglamalegir í anda, eigingjarnir, latir og
andlega svefnsjúlrir.
Miðstéttirnar, sem eg hefi sérstaklega snúið mér til í
erindum mínum, eru fjörugri, og samt eru þær daufar og
sokknar niður í efnishyggju.
Blöðin liafa kaffært sig 1 fáfræði og hleypidómum og
líta aðallega á málið sem ríkulega uppsprettu fyrir æsandi
vitleysugreinir.
Eftir eru fátækari stéttirnar. Nú langar mig til þess, ef
9*