Morgunn - 01.12.1924, Side 32
142
MORGUNN
Sjöunda dag sama mánaðar, kl. tæplega 10 að morgni,
andaðist Ásta litla dóttir okkar, þá 6 ára að aldri, í sama
rúminu, sem mér sýndist líkið liggja í. Bg liefi hjer að fram-
an sagt frá andláti hennar og draumnum, sem hana drejrmdi.
Daginn, sem hún lézt, var hríöarbylur og hörkufrost, og oft varð
um daginn að taka fannfergjuna af gluggunum, því að annars
varð hálfröldrur í stofunni. Maðurinn minn brauzt um morg-
uninn landveg til Reykjavíkur til þess að vitja læknis. Eg bjóst
tæplega við honum lifandi heim um kvöldið, því að allar ár
voru uppbólgnar og illar yfirferðar, og hann einn á ferð. En
kl. 11 kom hann heim um kvöldið, og í þessum örðugleikum
létti mér þá fyrir brjósti.
Veran í geislahjúpnum.
Eftir margra ára grandgæfilega íhugun hefir mér loks
tekist að þora nú án kinnroða að standa frammi fyrir almenn-
ingsálitinu og segja frá viðkvæmustu atriðum æfi minnar. En
jafnframt iíka þeim dýrlegustu. Eg gjöri það af ást á eilífðar-
málunum, því að það, sem eg hefi nú ásett mér að gjöra mönn-
um lcunnugt, sýnir ljóslega, að enn geta æðri verur komið
mönnunum til hjálpar í þrengingum og baráttu þessa lífs.
En til þess að geta birt reynslu mína í þessum efnum, verð
eg að hverfa 31 ár aftur í umliðna tímann. Um lífskjör mín
ætla eg sem minst að segja; það eru mín einkamál og of við-
kvæm til þess að hreyfa við. Ætti eg að gefa skýrslu um ástæð-
ur mínar frá þeim tíma, mundi hún verða eitthvað á þessa leið :
prutu kraftar þrauta-ár,
þurru táralaugar;
einnig hulið svöðusár
sýkt.i lijartans taugar.
Hartnær fylti huga minn
hrygðar myrkrið svarta;
nístingskulda nepja stinn
næddi mér um hjarta.