Morgunn - 01.12.1924, Síða 39
M 0 R G U N N
149
vanna, er komið liöfðu með Jesú norðan úr Galíleu. Þegar
allir lærisveinar Jesú voru flúnir og búið var a<5 lífláta bann,
og þeir Jósef frá Arímaþeu og Nikódemus liöfðu lagt andað-
an líkama hans í gröfina, og þær höfðu liorft á það, hvar
hann var lagður, sneru þær aftur og bjuggu út ilmjurtir
og smyrsl. Nú var ekkert framar, sem þær gátu fyrir hann
:gert, nema að búa sem bezt um líkið í gröfinni. Og enn er
það mesta yndi þeirra að þjóna honum, þótt hann sé dá-
inn. Fyrir því eru þær svo árla á fótum þennan dag. Þær
•eru á leið út að gröfinni með ilmjurtirnar. Þau grös hafa
reynst endingargóð. Þau hafa aldrei visnaS. Enn leggur ilm-
inn af þeim í móti oss. Svo er jafnan um það, sem sprottið
■er af liinni hreinustu elsku. Angan leggur af því öld eftir
öld. Þær áttu líka efalaust mikið að þakka fyrir. Þær höfðu
iðulega lilýtt á meistarann og séð dásemdarverk lians. Eina
þeirra að minsta kosti hafði liann læknað. Umjurtirnar voru
vottur og ímynd þakklætis þeirra og elsku og djúpu lotningar.
Síðustu guðsþjónustu vora enduðiun vér á því að syngja
þetta:
„Gakk þú með til grafar hans,
gleymd er nótt, er rennur dagur.
Yfir legstað lausnarans
ljómar morgunroði fagur.
Guð vill aftur eins og hann
upp þig vekja dýrðlegan."
Þér hafið lilýtt þeirri áskorun. Vér erum eiginlega öll
komin hingað til þess að safnast um gröf Ivrists. Og eg held,
að dýpsta hvötin hjá yður til kirkjuferðarinnar sé í ætt við
þá tilfinning, sem hjó í brjósti kvennanna hinn fyrsta páska-
morgun. Eg þykist sannfæröur um, að í lxjarta yðar allra
felist eitthvað af þeiri'i lotning, aðdáun og tilbiðjandi elsku,
sem þær áttu svo mikið af. Yður er það vafalaust misjafn-
lega ljóst; sumir vita varla af því. Eg hefi nýlega fengið
fastari sannfæring um þetta en eg hefi áður haft. Eg þori
varla að segja frá því, hvernig sú sannfæring óx. Menn eiga
svo erfitt með að skilja það, sem þeir liafa ekki sjálfir reynt.