Morgunn - 01.12.1924, Síða 44
154
MORGUNN
átt þú vissulega erindi út að gröf hans. Harm þráir að sann-
færa alla slíka um lögmál upprisunnar, vill feginn opna þeim,
útsýni yfir í miklu stærri og æSri heima. Viðhorf lífsins verð-
ur þá alt annað. Bn viltu þreifa á? Viltu leggja fingur þína,
í naglaförin? Ertu þess albúinn, að hafa fyrir því að öðlast
sömu yissuna og Tómas? Eg trúi því að það sé unt, þó að
aðferðin sé nokkuð önnur á vorum dögum. Kom með það sem
þú átt. Kristur hefir oft notað það, sem minna var en þekk-
ingarþrá og sannleiksást. Þú manst, hvað varð úr Tómasi, er-
hann öðlaðist vissuna um upprisuna. Jafnvel ofsa Sáls var
unt að snúa upp í annað og gera af angandi smyrsl, af því
að hann átti til einlægni og staðfestu. Er til dýrlegra dæmi
þess, hverju eilífðarvissan fær áorkað, en starf og æfi Páls.
postula? „Gakk þú með til grafar hans, gleymd er nótt,
er rennur dagur.“ Ef þú kemur í sannleika auga á morgun-
roðann yfir gröf Krists og þekking æðra lífs verður eign þín,.
þá greiðist úr mörgu vandamáli þínu. Hinn óendanlega stór-
feldi veruleikur, sem þá opnast þér, gerir alt hið jarðneska
smátt og þá einnig erfiðleika þína. Þá gleymist þér nótt þín,.
því að æðri dagur rennur upp fyrir sál þinni. Ef efi Tómasar
og ofsóknarhugur Sáls gátu orðið efni í ilmgrös, mun þá
ekki efi þinn og þekkingarþrá geta orðið það líka? Það eru
ekki sízt slíkir menn, sem bera eilífðarvissuna og upprisuboð-
skapinn út til annara á vorum dögum, eftir að hafa þreifað á.
Þá er þriðja tegundin. Mörg yðar hafa lengi átt eiMfðar-
vissuna fyrir trúna, sem þér eignuöust þegar í bernsku. Þér-
hafið aldrei mist hana. Þér geymið þá vissu í yðar gömlu um-
búðum og yður er ami í að við þeim sé haggaö. Og ef til vill
finst yður gert of mikið að því á vorum dögum, og við þessar
guðsþjónustur. Þér hafið lengi verið fús að ganga út aS gröf
Krists, hafið gert það á hverri páskahátíð. Þér liafið æfin-
lega viljað hafa með í þá ferð dýrustu ilmjurtir hjartans. Og
eitt af þessu dýrmætasta í eigu yðar voru trúarlærdómarnir.
Þér áMtið jafnvel, að elskan til Krists knýi yður til að halda
sem fastast í þá. Það er yður jafnvel áhyggjuefni, hve margir-