Morgunn - 01.12.1924, Qupperneq 63
MORGUNN
173.
húsfreyja var og me8 til þess að skila mér úr fóðrum. Okk-
ur var tekiö vel, er við komum til hreppstjóra og var okkur
boðiö upp á loft. Eg mun ekki hafa veriS upplitsdjarfur, þar
sem eg var ókunnugur. Eg man það, að lireppstjórinn kall-
aði á fóstru mína, sem eg var vanur aö kalla „mömmu“, og-
bað hann liana að finna sig. Sagði hann mér, að eg skyldi
vera rólegur þangað til liún kæmi. Hún kom aldrei aftur.
En svo fór mér að lengja eftir lienni og setti þá aS mér grát.
Fór eg þá ofan og út í bæjardyr og lcallaði þar: „Mamma,
mamma!“ Ilreppstjórinn kom þá og tók mig. Ilann bar mig
inn og sat með mig grátandi alla vökuna, þangað til eg sofn-
aSi út af. Vissi eg ekki af mér fyr en um morguninn, að eg
vaknaði fyrir ofan unga stúlku í ágætu rúmi.
Magnús hreppstjóri sagði mér seinna, að eg hefði ekki
verið stærri en þriggja ára drengur og mjög horaSur. En þá
var eg orðinn átta ára, er þessi vistaskifti gerðust.
Eg var lijá hreppstjóra liálfan annan dag. Pór eg nú brátt
að hressast, af því aS allir voru mér einstaklega góðir. Hrepp-
stjórinn sendi síðan tvo drengi með mig. Var þá búið að
koma mér fyrir á bæ einum þar skamt frá, er heitir að
Sandbæ. Ilúsbændur þar hétu Jón og Sigrún. Þau áttu tvö
börn. Annað fólk var ekki á heimilinu. Þar loið mér ágæt-
lega; en það var lengi, að eg varS að borða varlega, sökum
þess, að eg var óvanur þeim mat, er eg fékk þar. Þar hrestist
eg smám saman og lijarnaði við. Var eg þar í þrjú ár. Síðan
fluttist eg að öðrum bœ. Þar leiö mér að flestu lcyti vel og var
eg þar í tvö ár. Eitt var þó, er að var. HirSing á mér var í lak-
ara lagi, ]>ví að eg var nærri búinn að fá geitur. Hjónin, scm
eg var hjá, voru húshjón. En húsmóðir þeirra tók eftir þessu
og skipaði konunni að hreinsa höfuð mitt; að öðrum kosti
kvaöst hún mundi reka þau hjónin burt af bænum. Mér varð
þetta til hjálpar. Húsmóðir mín þreif höfuð mitt.
Síðan fluttist eg að Reyni. Var eg þar eitt ár og leið
vel. Hjónin þar voru ættuð að norðan og hétu Guðmundur
og Hólmfríður. Þau fluttust burt, er eg hafði verið eitt ár