Morgunn - 01.12.1924, Side 66
176
MORGUNN
við sárið og vallhumal og batt síðan um. Eg lá í mánuð, áð-
ur en sárið greri. En örið ber eg síðan.
Þetta var seinasta haustið, sem eg var á Akranesi. Var
eg þá orðinn sextán vetra. Eg gat ekki unnið fyrir mér og;
varð því að flytja mig á fæðingarhreppinn. Var eg því flutt-
ur aftur fátækraflutning upp í Hvítársíðu.
Eg kom á ónefndan bæ viku fyrir jól, og var eg þar þang-
aö til á annan í hvítasunnu.
Eg var látinn standa yfir fé um veturinn. Illa þoldi eg
að standa úti yfir fénu, sakir þess, að eg var lítt vanur úti-
stöðum og hafði bæði lítið og ilt að borSa. Það er sagt um
skepnur þær, sem eru látnar ganga úti allan veturinn og eru
horaðar, að þær verði máttlausar og dragist upp, þegar fer
að hlýna í veðri. Eins fór um mig. Eg misti þróttinn, þegar
fór að hlýna. Eg var boðinn upp á hreppskilum þá um voriS,
en enginn vildi taka mig. Var þaS mikið sökum þess, að bónd-
inn, sem eg var hjá, sagði, aS eg væri svo kjaftfor við konu sína,.
að eg væri ekki hafandi. Þetta var og satt. Eg var stundum ærið
orðhvass við hana. Gerði eg það með vilja, aS gefa henni ekki
eftir í orðum. En hugmynd mín var sú, aS það yrði fremur
til þess að eg losnaði frá þeim hjónum, því að mér leið illa
á þessu heimili. En þetta ætlaði að mistakast hjá mér, þar
sem enginn þorSi að taka mig. Það vildi mér þá til, að
Stefán bóndi í Kalmanstungu hafði ekki komið á hreppskil.
Var eg því settur niður hjá honum, „sldkkaSur“, sem kall-
að var. Síðan var eg reiddur frá Síðumúla bæ frá bæ, og
varð alstaðar að hjálpa mér á bak og binda mig ofan á dróg-
ina, af því að eg var svo máttlaus, að eg gat ekki haldið
mér á hestinum. Það varS og að teyma undir mér.
Þegar eg kom að Kalmanstungu, var mér tekiS tveim
höndum. Þau hjónin, Stefán og Ólöf, voru mér mjög góð og
naut eg hinnar beztu aðhlynningar hjá þeim. Eg lagðist und-
ir eins og eg kom þangað og lá þar þrjár vikur. Nærðist eg
ekki á öðru en mjólk, sem húsmóðirin dreypti á mig. Hélt
hún oftar en einu sinni, að eg væri dáinn.
En eg lirestist þar, svo að eg gat setið yfir ánum um