Morgunn - 01.12.1924, Qupperneq 67
MORGUNN
177
sumarið. Hest var5 eg þó að hafa til þess a8 ríöa í hjáset-
una. Átti eg bata minn — næst guði ■— húsmóður minni að
þakka. Eg var í Kalmanstungu í sex ár, og fór mér þar
fram um þroska.
Eg var alt af á sveitinni. En mér var farið að þykja
skömm að því, að vera kallaður sveitarómagi. Vildi jeg því
'fara að vinna fyrir mér og vistaði mig hjá bónda, er Jón
hét og bjó á hálflendunni í Síðumúla. Þótti mér það meira í
munni að vera talinn vinnumaður.
Mér lei8 vel hjá Jóni. Eg var smali um vorið með öðr-
um manni af hinu búinu. Það var einu sinni, að við fórum
:snemma morguns fram í Selland og vorum þar að smölun
mestallan daginn. Pinn eg þá um daginn mjög til sársauka
í hægra fæti. En er eg kom heim um kvöldið, sá eg, að kom-
in var allmikil blaðra á hægra fótinn og voru sokkar og skór
blóöugir mjög og fóturinn bólginn. Eg lagðist ekld í rúmið,
>en varð selsmali fram að túnaslætti. Einn dag, meðan eg
*at hjá, misti eg bein úr fætinum. Húsbóndinn tók mig þá heim.
Var eg þá heima og látinn sækja í sel einu sinni í viku. Hina
dagana var eg að heyvinnu. Þá lærði eg að slá og annað, er
,að heyskap lýtur.
Veturinn næsta var eg >í fjósinu og leið hið bezta. Það
var einu sinni í þriðju viku þorra, að húsbóndinn bað mig
að fara fram að Haukagili. Mæltist eg til þess, að eg fengi
að fara þá um leið kynnisför fram að Kalmanstungu, og fékk
eg það. Gisti eg þá á bæ einum, er heitir á Kirkjubóli. Bær
þessi er í miðri sveit. Þar var eg beðinn fyrir trippi, er átti
að fara fram að Kalmanstungu. Eg varð að teyma það og
gekk mér illa að komast með það yfir Hrauná og var komið
undir kvöld, er mér tókst það. Slyddukafald var, þegar eg
lagði af stað, en langt er á milli bæja. En meðan eg var á
leiðinni, rauk hann upp með norðanveður, og skall á með
öskubyl. Þá herti og frostið og var ilt að rata. Eg gekk nokkuö
lengi fram með lilíðinni. Þóttist eg sjá, að mér mundi seint
sækjast leiðin, sökum þess, að trippið var stirt í taumi. Eg
sá því ekki annan kostinn vænni en að sleppa því, og reyna
12