Morgunn


Morgunn - 01.12.1924, Page 71

Morgunn - 01.12.1924, Page 71
MORGUNN 181 á því við síra Magnús, að fá að vera laus. Sagði hann, að eg mætti vera laus, ef eg hefði vísa vinnu í fimtíu og tvær vikur. En til þess að vera viss nm, að engin rekistefna yrði gerð út af því, bar hann þetta upp fyrir hreppsnefndina.. Voru nokkrir með mér, en aðrir á móti. Var svo greitt at- kvæði um, hvort eg ætti að vera laus eða ekki. Fór þá svo, að jafnmargir voru með sem á móti, þegar síra Magnús átti eftir að greiða atkvæði sitt. Það reið baggamuninn. Varð eg því lausamaður og mátti ráða mér sjálfur. Og síðan hefi eg aldrei verið vistráðið hjú. Eyjólfur skáld í Hvammi sagði í gamni, að „nú liefðu konurnar þurft að vera komnar á hreppsfundinn í dag, því að þær hefðu gefið honum Sæmundi meðmæli.“ Hann orti um þetta: Sæmundur, sem kemba kann, komst í frjálsa standið, hreppsnefndin af honum vann höggva vistarbandið. Nú var eg orðinn frjáls. Réð eg mig uppi í Sanddal hjá hjónum, er voru að byrja búskap. Gekk eg þar að allri vinnu. Það var einn góðan veðurdag, að eg var að leita að hestum. Hesturinn, sem eg reið, var nokkuð hrösull. Eg þurfti að fara yfir Norðurá. Það er mikið vatnsfall og er áin stak- steinótt mjög í botninn. Hesturinn datt og eg af honum, en það varð mér til lífs, að beizlistaumurinn hafði orðið fastur undir löngutöng minni, er var mjög krept. Fyrir því varð eg ekki viðskila við hestinn. Komumst við báðir, klárinn og eg, yfir ána. Mér fanst sem eg lifði nýju og betra lífi, er eg var orð- inn frjáls og gat nú verið þar sem eg vildi. Helzt vildi eg komast hjá að vera við útivinnu á vetrum, enda fékk eg nóg að gera, þegar menn fóru að kynnast mér betur. Átti' eg því láni að fagna, aö vera hvarvetna boðinn og velkominn, þar sem eg hafði verið einu sinni. Aðalvinna mín á vetrum var að mala, höggva upp kvarnir og kemba. Græddist mér fé á þessu, þar sem eg vann bæði sumar og vetur, og var mér
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.