Morgunn - 01.12.1924, Qupperneq 71
MORGUNN
181
á því við síra Magnús, að fá að vera laus. Sagði hann, að
eg mætti vera laus, ef eg hefði vísa vinnu í fimtíu og tvær
vikur. En til þess að vera viss nm, að engin rekistefna yrði
gerð út af því, bar hann þetta upp fyrir hreppsnefndina..
Voru nokkrir með mér, en aðrir á móti. Var svo greitt at-
kvæði um, hvort eg ætti að vera laus eða ekki. Fór þá svo,
að jafnmargir voru með sem á móti, þegar síra Magnús átti
eftir að greiða atkvæði sitt. Það reið baggamuninn. Varð
eg því lausamaður og mátti ráða mér sjálfur. Og síðan hefi
eg aldrei verið vistráðið hjú.
Eyjólfur skáld í Hvammi sagði í gamni, að „nú liefðu
konurnar þurft að vera komnar á hreppsfundinn í dag, því
að þær hefðu gefið honum Sæmundi meðmæli.“ Hann orti
um þetta:
Sæmundur, sem kemba kann,
komst í frjálsa standið,
hreppsnefndin af honum vann
höggva vistarbandið.
Nú var eg orðinn frjáls. Réð eg mig uppi í Sanddal hjá
hjónum, er voru að byrja búskap. Gekk eg þar að allri vinnu.
Það var einn góðan veðurdag, að eg var að leita að hestum.
Hesturinn, sem eg reið, var nokkuð hrösull. Eg þurfti að
fara yfir Norðurá. Það er mikið vatnsfall og er áin stak-
steinótt mjög í botninn. Hesturinn datt og eg af honum, en
það varð mér til lífs, að beizlistaumurinn hafði orðið fastur
undir löngutöng minni, er var mjög krept. Fyrir því varð
eg ekki viðskila við hestinn. Komumst við báðir, klárinn og
eg, yfir ána.
Mér fanst sem eg lifði nýju og betra lífi, er eg var orð-
inn frjáls og gat nú verið þar sem eg vildi. Helzt vildi eg
komast hjá að vera við útivinnu á vetrum, enda fékk eg
nóg að gera, þegar menn fóru að kynnast mér betur. Átti' eg
því láni að fagna, aö vera hvarvetna boðinn og velkominn,
þar sem eg hafði verið einu sinni. Aðalvinna mín á vetrum
var að mala, höggva upp kvarnir og kemba. Græddist mér
fé á þessu, þar sem eg vann bæði sumar og vetur, og var mér