Morgunn


Morgunn - 01.12.1924, Side 73

Morgunn - 01.12.1924, Side 73
MORGUNN 183 •að mér, að eg gæti lesið prentað mál, hvað þá heldur skrift. LííSan mín fór heldur versnandi, eftir því sem lengra leið. Yar ekki annað sýnna, en að eg myndi bila á geðsmun- um. Eg gat ekki sofið nótt eftir nótt. En svo var það eina nótt, að eg sofnaði. Dreymdi mig þá, að eg þóttist koma á undurfagran stað. Þykir mér, sem eg sé í geysimiklum viðar- göngum og var skógur á bá‘5ar hendur, en uppi yfir mér sá ■eg heiðskíran himininn, alþakinn stjörnum og sveipaðan norð- urljósum. Þegar eg er nú á gangi eftir þessum skógarvegi, er ;sem eg heyri kallað til mín og sagt: „Stattu þig og stiltu hjarta, drengur minn.“ Og í sömu svipan kemur fannhvítur fugl á stærð við rjúpu og legst á brjóst mitt vinstra megin og hallast upp að vanga mér. Varð mér undarlega rótt við þetta. Og svo rótt svaf eg fram á morgun, að húsbóndinn kom og vakti mig, aldrei þessu vant. En hrygð var öll horfin úr huga mér, er eg vaknaði, og liefi •eg ekki fundið til hennar síðan út af þessu. Eg varS oft samtíða þessari stúlku eftir þetta og bar :aldrei á nokkurri misklíð oklrar á milli, ekki fremur en ekk- ■ert hefði í skorist. Og við höfum alt af veriS vinir síðan ■og erum það enn. Þykir mér sem þetta hafi farið blessunar- lega, eða eins og það átti að fara, eins og svo margt, er fram við mig hefir komið. Það virðist alt liafa snúist mér til góðs, ’þött horfurnar virðist stundum ekki hafa verið glæsilegar. Eg var einu sinni á Gilsbakka, eftir að eg komst í „frjálsa •standið". Eg var þá smali, en ærnar voru svo afskaplega rás- gjarnar, að eg hafði sjaldan frið fyrir þeim. Þetta hafði gengið lengi. Fóstra prestsfrúarinnar var á Gilsbaklta, þegar eg var þar og var hún mér frábærlega góð, enda var hún annál- uð gæðakona. Hún veiktist þá um sumarið og dó. Allir heim- ilismenn fylgdu henni til grafar. Mig langaði einnig til þess að vera við jarðarförina, en bjóst ekki við að geta það, sakir þess, hve rásgjarnar ærnar voru. Mátti alveg eins gera ráð fyrir því, að þær yrðu allar komnar til fjalls og sæjust ekki framar, ef eg skildi þær þannig eftir. Presturinn vildi láta
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.