Morgunn - 01.12.1924, Page 73
MORGUNN
183
•að mér, að eg gæti lesið prentað mál, hvað þá heldur skrift.
LííSan mín fór heldur versnandi, eftir því sem lengra
leið. Yar ekki annað sýnna, en að eg myndi bila á geðsmun-
um. Eg gat ekki sofið nótt eftir nótt. En svo var það eina
nótt, að eg sofnaði. Dreymdi mig þá, að eg þóttist koma á
undurfagran stað. Þykir mér, sem eg sé í geysimiklum viðar-
göngum og var skógur á bá‘5ar hendur, en uppi yfir mér sá
■eg heiðskíran himininn, alþakinn stjörnum og sveipaðan norð-
urljósum. Þegar eg er nú á gangi eftir þessum skógarvegi, er
;sem eg heyri kallað til mín og sagt:
„Stattu þig og stiltu hjarta, drengur minn.“ Og í sömu
svipan kemur fannhvítur fugl á stærð við rjúpu og legst á
brjóst mitt vinstra megin og hallast upp að vanga mér. Varð
mér undarlega rótt við þetta. Og svo rótt svaf eg fram á
morgun, að húsbóndinn kom og vakti mig, aldrei þessu vant.
En hrygð var öll horfin úr huga mér, er eg vaknaði, og liefi
•eg ekki fundið til hennar síðan út af þessu.
Eg varS oft samtíða þessari stúlku eftir þetta og bar
:aldrei á nokkurri misklíð oklrar á milli, ekki fremur en ekk-
■ert hefði í skorist. Og við höfum alt af veriS vinir síðan
■og erum það enn. Þykir mér sem þetta hafi farið blessunar-
lega, eða eins og það átti að fara, eins og svo margt, er fram
við mig hefir komið. Það virðist alt liafa snúist mér til góðs,
’þött horfurnar virðist stundum ekki hafa verið glæsilegar.
Eg var einu sinni á Gilsbakka, eftir að eg komst í „frjálsa
•standið". Eg var þá smali, en ærnar voru svo afskaplega rás-
gjarnar, að eg hafði sjaldan frið fyrir þeim. Þetta hafði
gengið lengi.
Fóstra prestsfrúarinnar var á Gilsbaklta, þegar eg var
þar og var hún mér frábærlega góð, enda var hún annál-
uð gæðakona. Hún veiktist þá um sumarið og dó. Allir heim-
ilismenn fylgdu henni til grafar. Mig langaði einnig til þess
að vera við jarðarförina, en bjóst ekki við að geta það, sakir
þess, hve rásgjarnar ærnar voru. Mátti alveg eins gera ráð
fyrir því, að þær yrðu allar komnar til fjalls og sæjust ekki
framar, ef eg skildi þær þannig eftir. Presturinn vildi láta