Morgunn - 01.12.1924, Qupperneq 79
MORGUNN
189
bæinn. pegar hún stálpaðist, fór hún að sjá fólk í klettum.
Og þá komst hún í kynni við eina af þessum verum, sem
hún kallar „huldufólk‘ ‘. pað var karlmaður á þrítugs aldri,
sem nefndi sig Friðrik, og kvaðst vera læknir. Eg spurði
hana, af hverju hún réði það, að hann væri huldumaður;
hvort hún gæti ekki hugsað sér, að hann væri, til dæmis að
taka, framliðinn maður, eða hvort 'hann hefði nokkuð sagt
henni um það.
Nei, hann hafði aldrei neitt um það sagt. En hún skip-
aði honum í flokk huldufólksins, af því að hún sá hann
fyrst í kletti með mörgu fólki. Hann gaf sig á tal við hana,
■og síðan hefir hann fylgt henni mjög stöðugt. Samt koma
fyrir stundir og jafnvel ’heilir dagar, sem hún sér hann ekki.
Hann kve’ðst þá hafa ýmsum störfum að sinna. Bústaður
hans finst henni vera í klettabelti ofarlega í fjallinu, suður
og upp af Öxnafelli.
Við vorum stödd í stofunni á Öxnafelli, þegar talið
barst fyrst að þessu fólki í klettabeltinu. Eg spurði Mar-
-grétu, hvort hún vildi koma út með mér og sýna mér klett-
ana. Hún var fús til þess, og sýndi mér þá af hlaðvarpanum.
Eg hafði orð á því við hana, að klettarnir væru svo
hátt uppi og svo langt til þeirra frá bænum, að þaðan gæti
enginn þekt mann, sem við klettana væri. Hún kannaðist
við það, og sagðist hafa um það hugsað. En þetta fólk
kvaðst hún þekkja í þessari fjarlægð, hún sæi það jafn-vel,
svona langt til, eins og ef það væri í sama 'herbergi og hún
— hvernig sem á því stæði.
í flestum lclettum og stórum steinum sér hún huldufólk.
pað er, í hennar augum, líkt menskum mönnum að útliti, en
þó yfirleitt fallegra. Búningurinn er líkur. pað hefir hús-
gögn, hljóðfæri, myndir og fleira skraut. Ljós lýsa herberg-
in. pau bera bláleitari birtu en venjuleg ljós okkar. Ein-
hvern tíma, áður en hún þekti rafljós — hafði þá varla
heyrt þau nefnd, að því er fullyrt er — sá hún snögglega
kveikt ljós hjá huldufólkinu með því að snúa snerli.
petta huldufólk hennar vinnur ýmsa algenga vinnu, en