Morgunn - 01.12.1924, Side 83
MORGUNN
193
um lœkningarnar. En dvöl mín var svo stutt nyr'ðra og eg
átti svo annríkt þá daga, sem eg stóð þar við, að sú eftir-
grenslun var mér ókleif.
Margrét setur aldrei upp borgun við nokkurn mann.
Hún segir, eins og satt er, að bún geti með engum bætti
sannað þáð, að það sé henni að þakka, þó að fólki batni. Og
svo borgar fólk að jafnaði ekkert, eins og áður er sagt. En
þó að hún vilji ekki heimta peninga, gætu menn vel borgað
foreldrum hennar fyrir þá tímatöf og þann átroðning, sem
þeir gera þeim hjónum.
En verst af öllu þessu er þó það, að mjög fáir af öllum
þeim fjölda, sem til Margrétar leitar, láta hana vita um
árangurinn af lækningatilraunum Friðriks. þetta tekur hún
nærri sér. Langflestar sögumar um árangurinn hafa borist
henni á skotspónum, og hún finnur sárt til þess, hve valt er
að reiða sig á slíkar sögur. Að hinu leytinu finst henni, sem
er >ekki láandi, að þessi vaxandi aðsókn áði henni bendi á
það, að fólki virðist árangurinn góður.
Eg átti allrækilegt tal við hana um þessa hlið málsins,
og henni var það fullljóst, að til þess að geta gengið úr
skugga um, að hér sé áreiðanlega um óvenjulega og undur-
samlega læknig að tefla, þurfi að efna til áreiðanlegra
skýrslna um það, hverjum batni og hverjir engan mismun
finni, og eins, hvað að sjúklingnum gengur í raun og veru,
að svo miklu leyti, sem unt er að ákveða það.
Mér ihefir tekist áð ná í tvær lækningasögur, í viðbót
við það, sem sagt er hér að framan um Jóhannes Kristjáns-
son. Önnur þeirra er sögð af sjúklingnum sjálfum, manni,
sem á heima á Akureyri. Hún fer hér á eftir:
Fyrir 2 árum fékk eg bólguhnút á efsta lið stórutáar á
hægra fæti. Yarð bólgan all-umfangsmikil. Reyndi eg að
brenna hana með joði, en ekki virtist það hafa nein áhrif.
í fyrravetur leitaði eg til héraðslæknis Steingríms Matthí-
assonar, og spretti hann í bólguna. En ekki hvarf hún fyrir
13