Morgunn - 01.12.1924, Side 94
204
MORGUNN
.að vísu vi(5 oss, en hlátur hennar virSist verSa hugsunarlaus.
JVIeð þvá að mér lék forvitni á að vita, hvernig ástatt væri
úti, hlaupum vér öll út í húsagarðinn, þegar eg segi til, alla
leið að glugganum, þar sem vofan birtist. Friður ríkir al-
staðar — tunglið er fult þetta kvöld, alt er kyrt. Ekki verður
heldur vart við nokkurt lifandi lcvikindi. En ,í sama bili
koma þjótandi að oss úr öllum áttum steinar, kolamolar og
:sandur, eins og lostið hefði skyndilega á hvirfilbyl. Vér för-
ixm aftur inn í stofuna og lítum þegar út í hinn leyndar-
•dómsfulla glugga. Vofan stendur þar eins og áður, og hlær
við oss. Vinur minn kvartar undan höggum, sem hann hafði
fengið; en um sjálfan mig er það að segja, að yfir mig allan
hafði verið stráð ösku; loðkápu mína og liatt varð eg að
bursta vandLega, svo atað ösku var hvorttveggja. Vér göng-
um hvað eftir annað alveg að glugganum; vofan er á sínum
stað eins og æfinlega. Vér endurtökum enn tvisvar sinnum
tilraunina með að hlaupa kringum húsið, en bæði sinnin verð-
ur árangurinn liinn sami og áður. Steinar koma þjótandi að
oss, jafnvel beina leið frá veggjum hússins. Fyrir framan
húsið gætir ungur piltur hestanna, sem voru fyrir vagni okk-
ar. Hann hafði enga hugmynd um hið leyndardómsfulla;
samt nötraði hann af hræðslu, með því að steinum hafði ver-
ið kastað yfir hann líka hvað eftir annað.
Nú var orðið all-framorðið, og við óttuðumst, að við
mundum missa af járnbrautarlestinni. Eg skráði því alt, sem
við hafði borið, í bók, og því næst skrifuðu allir viðstaddir
undir skýrsluna. Eg býð þá ölcusveininum að aka vagnin-
um á undan okkur út að þjóðbrautinni; við ákveðum að fara
þann spottann gangandi. Christiani-lijónin voru svo vinsam-
leg að vilja fylgja okkur. í sama bili, sem við erum að fara
frá húsinu, hefst skothríð af steinum á okkur. Eg toga loð-
kápuna upp yfir liöfuð og beygi höfuðið eins langt niður
°g eS get, til þess að forða mér frá meiðslum. pessi forsjálni
mín kom mér samt að engu haldi. Eg fékk högg af sandi beint
á augun. Frú R. verður fyrir liinu sama. Við erum orðin sem
blind. Nú er ekki annað ráð fyrir hendi en að láta alca sér