Morgunn - 01.12.1924, Side 99
MOEGUNN
209
Á Mælifellsdal.
Ónógur svefn.
Vor'iS 1870 gekk jeg upp til fyrri hlutans í latínuskól-
anum. Prófið stóð yfir í tvo daga, og eg var við lestur nokkurn
liluta næturinnar, þvi að með síðara deginum var vorprófið al-
veg búið fyrir mig. Eg og annar skólapiltur, báðir úr Skaga-
firði, áttum bestana okkar uppi á Innra-Hólmi á Ákranesi
hjá Kristjáni bónda Símonarsyni, sem hafði látitS koma þeim
boðum til oklcar, að hann gæti ekki sent okkur hestana. Hinn
pilturinn var Gunnlögur E. Gunnlögsson, sem síðar varö bóndi
á Ytri-Ey; samdi leikritið „Maurapúkinn", sem kom neðan-
máls í Norðanfara. Hann fór að síðustu til Ameríku og þar
mun hann vera dáinn. Gunnlögur var á lausum kjala síðari
daginn, sem eg var að taka fyrri hlutann, og stóð á verði
fyrir okkur báða með upplýsingar um feröir fyrir okkur til
Akraness.
Kl. 2 um daginn var eg búinn að ganga upp. Eg hugsaði
gott til þess að sofa lítiö eitt, en þá komu boð um, að bátur
eöa skip færi til Akraness kl. 4. Eg bjó mig til ferðar, en
þegar til kom, gátu þeir eklti farið fyr en síðar, Akurnesing-
amir, en viðbúinn varð eg að vera. Þeir komust af stað kl. 11
um kvöldið. Yeður var lygnt og liið bezta. Akurnesingar voru
í þá daga oftast fullir, þegar þeir fóru úr kaupstaðnum, og
svo var í þetta sinn. Báturinn komst frá bryggjunni og við
Gunnlögur með honum, en þegar kom hér út á liöfnina, byrj-
uðu þeir að leggjast til svefns í bátnum, og eftir litla stund
vorum við þrír uppi, ungur maður ofan af Akranesi, sem
var alveg ódmkkinn, og viS Gunnlögur. Þó aö við skólapiltarnir
kynnum eklti áralagiS, þá urðum við að róa á móti lionum
alla leiS og komum kl. 8 næsta morgun upp á Akranes. Við
Gunnlögur gengum upp að Innra-Ilólmi, komum þar kl. 12
á hádegi, létum járna hestana, komumst af stað um kvöld-
ið, fórum yfir Skarðsheiði rnn nóttina og komum að Grund
L