Morgunn - 01.12.1924, Síða 100
210
MORGTJNN
'í Skorradal, til Péturs bónda Þorsteinssonar, um morguninn,
Þá höfðum við vakað í tvo sólarliringa, og verið þrjú dægur
á ferð. Yiðtökurnar á Grund voru ágætar, eins og vant var
hjá Pétri Þorsteinssyni; við fengum þar 12 tíma svefn, og
góðan beina, lögiSum af stað um kvöldið, komum næsta dag;
til Kalmanstungu fyrri hluta dagsins.
Ilvergi er meiri unaðsfegurð til á Norðlingaleið, en frá.
Ilúsafelli og upp undir Þorvaldsháls. Eg var með „Hellis-
2nenn‘ ‘ í huganum meðan eg var um kyrt í Kalmannstungu. Eg
fór þar víða í lcringum bæinn og svaf lítið, því að eg var að leita,
að leiksviðum í „Hellismenn". Það var rómanska fegurðin
kringum Kalmanstungu, sem mjög hefir valdið því, að eg
skrifaði leikritiö. í Kahnanstungu fékk Gunnlögur Gunnlögs-
son samferöamenn norður yfir Grímstunguheiði, og í Ilúna-
vatnssýslu þurfti hann að koma. Eg vildi norður til Skaga-
fjarðar styztu leið, þó að eg yrði að fara aleinn. Vegurinn yfir-
Stórasand var þá mjög að leggjast niður, og ekki farinn, nema
menn heföu tjöld með sér, eða 3—4 hesta til reiðar hver. Eg:
var tjaldlaus og einhesta.
Jeg misti af Gunnlögi um kvöldið. Ilann var kátur sam-
fylgdarmaður, og með honnm misti eg allan þann árstraum.
af lygasögum, sem upp úr honum gat runnið. Sögurnar hans.
höfðu tvo kosti: þær voru hlægilegar, þær voru ekki spunnar-
upp til þess að niðra neinum, og liann lék þær prýðilega vel,,
þegar hann sagbi þær. Mér var mikil eftirsjón í lionum. —
Þegar leið á kvöldið fóru kaupafólkslióparnir að dragast sam-
an ofan af Kaldadal, og neðan frá Húsafelli, og það, sem ein-
kendi þá vorið 1870 í júní lokin, var, að flestir karlmennirnir
voru á gulum vaxúlpum. Þann lit á vaxkápum hafði eg
aldrei fyrri séð, en þarna úðu og grúðu þær hver annari gul-
ari. Þeir leituðu tjaldstaða fyrir utan túnið í Kalmanstungu,.
og þó að þeir færu fót fyrir fót, þá börðu þeir allir fótastokk-
inn, flestir í gulum vaxbuxum eða hvítum strigabuxum.
Einn yfir Sand og Blöndu.
Um kvöldið bjóst eg til ferðar. Eg ætlaði norður Stórla-