Morgunn - 01.12.1924, Qupperneq 101
MORGUNN
211
sand og Skagfirðingaveg norður Mælifellsdal, frá Blöndu á
Fjöllum og niður á Skagafjörð. Ilafði eg aldrei farið þá leið.
Stefán Ólafsson, bóndi í Kalmanstungu, var norður á Borð-
eyri í kiaupstaðarferð. Konan hans bauð mér nesti, sem jeg
hafði lítið af, og 3. pela flösku af brennivíni. Eg þáði V2
flösku af brennivíni en ekki meira, því að eg væri einn; mat af-
þakkaði eg. Klukkan tvö um nóttina kvöddum við Rauður
minn Kalmanstungu, og allan feguröar unaðinn þar. Iíann
brokkaði upp Hellisfitjar og fram hjá Surtshelli, en jeg lét
hann grípa niður í Vopnalág, meöan eg gekk tvisvar eftir
endilangri Vopnalág, og leit yfir útsýnið þaðan. I Vopnalág
áttu Hellismenn að sofa, áður en þeir voru feldir. — Það var
fögur útsjón að sjá þá liggja þar í boga á leiksviðinu. — Já
í Vopnalág hlaut það að vera.
Júlínóttin fyrsta 1870 var björt eins og dagur. Eg kom að
Búðará kl. 9 f. h. og áði þar. Eg borSaði eitthvað ofurlítið,
en átti þó eitthvað eftir. Rauður bar mig rösklega yfir Stóra-
sand. Eg kom niður á öldurnar, en gat ekki talið þær fremur
en aörir. Eg huggaði mig því við vísulielminginn:
„Átján öldur undir Sand
eru frá Sauðafelli.“
Klukkan 5 e. h. blasti Blanda við mér. Áin var í vexti,
og ólmaðist áfram kolmórauð og glitrandi í kvöldsólinni. Eg
haföi ætlað mér að liggja á Syðri-Blöndubakkanum, og fara
ekki yfir ána um kvöldið. En hún var í vexti og gat orðið
ófær eftir nokkra tíma, svo að eg réð það að fara yfir þegar um
kvöldið. Af hæö sá eg móta fyrir brotum á fjarlægari kvísl-
unum, og lagði út í ána. Blanda var á miðjar síður allvíða, og
sjaldan dýpri. í austustu kvíslinni lenti eg í sandbleytu, þegar
grynkaði. Eg fór af baiíi og tróð sandinn í kringum hestinn,
við það komst hann fram úr sandbleytunni, en eg varS stíg-
vélafullur, og kom örþreyttur upp undir bakkann, og þar
spretti eg af Rauð. Helti úr stígvélunum mínum án þess að
fara úr þeim, lagði hnakkinn undir höfuðið, undirdelddð und-
ir mig, breiddi kápuna mína ofan á mig, og sofnaði þegar.
14*