Morgunn - 01.12.1924, Qupperneq 103
MORGUNN
213:
ur að. Nei, þaíS var ekki álft. Niðri í ánni stóð maður á
gulri vaxúlpu, og rétti iit handleggina til beggja hliða, lyfti
upp bakkanum og horfði til mín. Andlit eða útlit sá eg ekki.
Skinnið í hvirflinum á mér kólnaði upp, og mér þótti hárið
rísa á höfði mér, og svo var við flestar nýjar sjónir, sem
eg sá um nóttina. Þegar sjónin færðist aftur fyrir mig, —
af því að Rauður hélt áfram, — þá sendi eg henni skúr af
illu orðbragði, en einsetti mér að verða ekki vitlaus, hvað'
sem eg sæi. Að halda jafnvæginu var aðalatriðið fyrir mig..
Það næsta, sem eg sá, var maður, sem sat undir kletti
hinumegin árinnar; hann sat þar flötum beinum og var með
einhverja handavinnu í skauti sér. Þar kemur til hans dökk-
klæcld kona grannvaxin. Hún sýndist vera að rífast við hann
og barði saman hnefunum framan í hann. Þegar hann sinnir
því engu, hleypur hiin upp í klettinn, og hengir sig þar á
einni snösinni. (Kona liafði hengt sig veturinn áður og verið
kunnug fólkinu, sem eg umgekst mest í Reykjavík).
Eg einsetti mér að vera svo rólegur, sem unt væri, á.
hverju sem gengi. — Ef þetta væru álfar, þá vænti eg þess
hálfvegis vegna Nýársnæturinnar, að þeir myndu ekki vinna
mér mein. Ef það væru nú ekld álfar — á gulum vaxúlpum
höfðu þeir aldrei sést — hvað þá? í hlíöinni til hægri hand-
ar við mig, og lítið eitt fyrir ofan veginn, var Mettur einn
allmikill. Einhver missmáði var að sjá á klettinum. í hon-
um miðjum var snös, og á snösinni stóð skjöldótt belja meö
öllum fótunum í sama farinu, og uppi á klettinum stóð afar
lítil dökkklædd stelpa, og gætti kýrinnar. Mjer fanst sjónin
tilkomulítil; hún vakti eftirtekt mína, og ekki meir. Hvernig
átti kýrin að komast af snösinni? Hún um það, eg var eng-
inn kúasmali fyrir þá í Kiðaskarði.
Til liægri handar í lilíðinni fyrir ofan mig sá eg þessu
næst þrískiftan klett. Hann var að sjá eins og þrjár bæjar-
burstir sneru niður að veginum. Eg færðist nær, og þegar
Mettarnir voru beint fyrir ofan mig, sá eg, að einn klett-
urinn var maður 6—7 álnir á hæð, og svo gildur, að hann
samsvaraði sér vel, Allur var hann grár fyrir járnum, og eg